Viðurkenningar Handarinnar

 

 

Á jólafundum sínum hefur Höndin veitt viðurkenningu einstaklingum og fyrirtækjum, sem hefur skarað fram úr á sviði mannræktar og mannúðar. Hafa viðurkenningarnar verið afhentar á jólafundum samtakanna.

 

Eftirtaldir aðilar hafa fengið viðurkenningu Handarinnar:

 

Árið 2015

Fyrirtæki ársins: Ríkisskattstjóri í flokki stórra fyrirtækja fyrir skilning á högum þeirra sem minna mega sín og Efnalaugin Drífa í flokki minni fyrirtækja fyrir stuðning við félagið og skjólstæðinga þess.

Í flokki einstaklinga: Ómar Hjaltason læknir fyrir mannrækt og mannúð gagnvart skjólstæðingum Handarinnar.

Höndinni var veittur styrkur og viðurkenning frá Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen í janúar.

 

Árið 2014

Fyrirtæki ársins: Réttingaverkstæði Jóa, og Bón-Fús ehf.

 

Árið 2013

Fyrirtæki ársins: Síminn.

Í flokki einstaklinga: Jónína Vilborg Ólafsdóttir fyrir vel unnin störf í þágu Handarinnar.

 

Árið 2012

Fyrirtæki ársins: Brim Seafood.

Í flokki einstaklinga: Guðmundur Kristjánsson í Brim, Þorvaldur Jónasson myndmennta- og skrautritunarkennari og Hafþór Jónsson fyrrverandi kirkjuvörður, Áskirkju.

 

Árið 2011

Fyrirtæki Ársins: Læknastöðin Glæsibæ

Í flokki einstaklinga: Bergþór Grétar Böðvarsson fulltrúi notenda á geðsviði LSH og Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir kennari og táknmálstúlkur, fyrir mikinn stuðning við Höndina.

 

Árið 2010

Fyrirtæki ársins: Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns.

Í flokki einstaklinga: Kristín Jónsdóttir húsnæðisfulltrúi Öryrkjabandalagsins.

   

Árið 2009

Fyrirtæki ársins: Heimilistæki

Í flokki einstaklinga: Guðrún Blöndal geðhjúkrunarfræðingur.

 

Höndinni voru veitt samfélagsverðlaun Fréttablaðsins.

 

Árið 2008

Í flokki einstaklinga: Halldór Kári hjá Heimilistækjum og Halla Vilborg Jónsdóttir hjá Fréttablaðinu.

 

Morgunblaðið 5. maí 2008

Höndin heiðrar Gunnar Dal

GUNNAR Dal rithöfundur hefur verið útnefndur heiðursfélagi mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar. Gunnar hefur starfað mikið í þágu mannúðar og mannræktar. Hann hefur með margvíslegum hætti, meðal annars með stórri bókargjöf, sýnt mikla velvild í garð Handarinnar, að sögn Eyjólfs Magnússonar Scheving, stjórnarformanns Handarinnar, og vill Höndin þakka honum áhuga á málefnum sínum með þessum hætti.

 

Höndin hefur það að markmiði að hjálpa fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll og er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku.

 

 

Fyrirtæki ársins 2012

Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns

Fyrirtæki ársins 2009

Fyrirtæki ársins 2011

Fyrirtæki ársins 2010

Heimilistæki

Fyrirtæki ársins 2014

Fyrirtæki ársins 2013

Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:

Banki: 0114 – 26 – 020106

Kennitala: 520106-0570

Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.

Endilega hafið samband.

Fyrirtæki ársins 2015