top of page
Viðurkenningar Handarinnar

 

 

Á jólafundum sínum hefur Höndin veitt viðurkenningu einstaklingum og fyrirtækjum, sem hefur skarað fram úr á sviði mannræktar og mannúðar. Hafa viðurkenningarnar verið afhentar á jólafundum samtakanna.

 

Eftirtaldir aðilar hafa fengið viðurkenningu Handarinnar:

 

Árið 2015

Fyrirtæki ársins: Ríkisskattstjóri í flokki stórra fyrirtækja fyrir skilning á högum þeirra sem minna mega sín og Efnalaugin Drífa í flokki minni fyrirtækja fyrir stuðning við félagið og skjólstæðinga þess.

Í flokki einstaklinga: Ómar Hjaltason læknir fyrir mannrækt og mannúð gagnvart skjólstæðingum Handarinnar.

Höndinni var veittur styrkur og viðurkenning frá Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen í janúar.

 

Árið 2014

Fyrirtæki ársins: Réttingaverkstæði Jóa, og Bón-Fús ehf.

 

Árið 2013

Fyrirtæki ársins: Síminn.

Í flokki einstaklinga: Jónína Vilborg Ólafsdóttir fyrir vel unnin störf í þágu Handarinnar.

 

Árið 2012

Fyrirtæki ársins: Brim Seafood.

Í flokki einstaklinga: Guðmundur Kristjánsson í Brim, Þorvaldur Jónasson myndmennta- og skrautritunarkennari og Hafþór Jónsson fyrrverandi kirkjuvörður, Áskirkju.

 

Árið 2011

Fyrirtæki Ársins: Læknastöðin Glæsibæ

Í flokki einstaklinga: Bergþór Grétar Böðvarsson fulltrúi notenda á geðsviði LSH og Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir kennari og táknmálstúlkur, fyrir mikinn stuðning við Höndina.

 

Árið 2010

Fyrirtæki ársins: Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns.

Í flokki einstaklinga: Kristín Jónsdóttir húsnæðisfulltrúi Öryrkjabandalagsins.

   

Árið 2009

Fyrirtæki ársins: Heimilistæki

Í flokki einstaklinga: Guðrún Blöndal geðhjúkrunarfræðingur.

 

Höndinni voru veitt samfélagsverðlaun Fréttablaðsins.

 

Árið 2008

Í flokki einstaklinga: Halldór Kári hjá Heimilistækjum og Halla Vilborg Jónsdóttir hjá Fréttablaðinu.

 

Morgunblaðið 5. maí 2008

Höndin heiðrar Gunnar Dal

GUNNAR Dal rithöfundur hefur verið útnefndur heiðursfélagi mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar. Gunnar hefur starfað mikið í þágu mannúðar og mannræktar. Hann hefur með margvíslegum hætti, meðal annars með stórri bókargjöf, sýnt mikla velvild í garð Handarinnar, að sögn Eyjólfs Magnússonar Scheving, stjórnarformanns Handarinnar, og vill Höndin þakka honum áhuga á málefnum sínum með þessum hætti.

 

Höndin hefur það að markmiði að hjálpa fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll og er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku.

 

 

bottom of page