Fræðslufundir Handarinnar
Ofbeldi gegn konum og börnum
23. október 2008 hélt Höndin fræðslufund um hið brýna málefni:
Ofbeldi gegn konum og börnum. Þjóðfélagsmein! Hvað er til ráða?
Frummælendur:
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fjallar um heimilisofbeldi.
Sigríður Björnsdóttir, annar stofnandi samtakanna Blátt áfram, talar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, kynnir samtökin og úrræði sem eru í boði.
Fundarstjóri: Ólafía Ragnarsdóttir.
Að loknum erindum voru miklar umræður.
Kynning á Gestalt samtalsmeðferð
Hjónin Gústaf Edilonsson og Bergljót Valdís Óladóttir kynna
Gestalt samtalsmeðferð
8. maí 2008 í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Á heimasíðu þeirra hjóna, www.talasaman.is segir:
„Það er hollt fyrir bæði fríska og veika að skoða sín mál. Ef þú átt við þunglyndi að stríða, þá getur verið gott að tala um hvernig þér líður, við Gestalt terapeut, sem mætir þér með virðingu, þar sem þú ert staddur/stökk tilfinningalega. Saman getum við skoðað leiðina áfram.“
Höndin hlakkar mikið til að fá þau Gústaf og Bergljótu til okkar og fá innsýn inní heim Gestalt, sem hefur, að sögn, gefið góða raun.
Fundarstjóri: Ólafía Ragnarsdóttir.
Fræðslufundur um mannréttindi
Höndin hélt fræðslufund 14. febrúar 2008 í safnaðarheimili Háteigskirkju, Ólafíustofu, klukkan 20.00.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, hélt erindi um mannréttindabrot og stöðu mannréttindamála hér á landi. Einnig fræddi hún okkur um þau verkefni sem Íslandsdeildin er að vinna að í dag.
Fundarstjóri varÓlafía Ragnarsdóttir.
Að loknu erindinu var boðið upp á kaffi og umræður.
Erindi um Gísla sögu og samtímann
Höndin hélt fræðslufund fimmtudaginn 24. janúar 2008 í safnaðarheimili Háteigskirkju, Ólafíustofu, kl.20:00.
Eyjólfur Magnússon Scheving, kennari, atferlisfræðingur og formaður Handarinnar, flutti erindið Gíslasaga Súrssonar og samtíminn.
Fundarstjóri: Ólafía Ragnarsdóttir.
Að erindi loknu var boðið upp á kaffi og óformlegt spjall.
Skemmtiþing Handarinnar
Höndin hélt Skemmtiþing sitt 13. nóvember 2007 undir yfirskriftinni
Maður er manns gaman.
Fundarstjóri var Edda Jóhannsdóttir, blaðamaður.
Frummælendur:
Sigurður „Siggi Stormur“ Ragnarsson veðurfræðingur
Helgi Seljan fv. þingmaður.
Félagar úr lögreglukórnum tóku nokkur vel valin lög undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar.
Jón Júlíusson leikari las upp.
Diddi (Sigurður Friðriksson) flutti stutt erindi, Aldrei glaðari en nú.
Að erindum loknum var boðið upp á kaffi og veitingar.
Fræðslufundur - málþing Handarinnar
Málþing Handarinnar
Eru skólamál barna og unglinga á villigötum?
var haldið þriðjudaginn 16. október 2007.
Frummælendur
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi
Illugi Gunnarsson alþingismaður.
Fundarstjóri Eyjólfur Magnússon Scheving.
Fimm mínútna ávörp héldu Gísli Már Guðjónsson nemi, Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri, Harpa Sólbjört Másdóttir foreldri, og Ragnar Símonarson gullsmiður.
Að loknum erindum og ávörpum fóru fram fjörlegar umræður.
Fræðslufundur - Málþing
Höndin bauð til málþings og fræðslufundar 5. nóvember 2006.
Yfirskrift þingsins var
Jólakvíðinn
Á fundinum var meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Er jólakvíðinn fylgifiskur jóla eða bábilja – hvað er til ráða?
Fundurinn er liður í fyrirlestraröð Handarinnar.
Eru jólin hátíð barnanna eða helsi einstaklinga og fjölskyldna þeirra?
Frummælandi er Jóhannes Jónsson í Bónus
Páll Eiríksson geðlæknir flytur hugleiðingu
Séra Sigurður Jónsson flutti erindið „Jólin koma!“
Fundarstjóri var Kári Eyþórsson, ráðgjafi.
Fræðslufundur - Málþing
Höndin hélt fyrsta fræðslufund sinn 5. mars 2006, um
eiturlyfjavandann og hvernig vinna megi bug á honum.
Frummælendur:
Mummi í Mótorsmiðjunni
Njörður P. Njarðvík rithöfundur
Ólafur Guðmundsson frá fínkiefnadeild Lögreglunnar
Fundarstjóri Karl V. Matthíasson.
Fundur 22. nóvember 2005
Líknarfélagið Höndin – sjálfstyrkingarhópur
hélt opinn fund í neðri sal Áskirkju.
Eyjólfur Magnússon Scheving leiddi fundinn og hélt framsögu.
Súsanna Svavarsdóttir rithöfundur flutti hugleiðingu.
Guðmundur Hauksson flutti erindið „Var – er“.

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
