Reynslusaga af kvíða
Morgunblaðið
3. mars 2008
eftir Bryndísi Eddu Eðvarðsdóttur
Bryndís Edda Eðvarsdóttir fæddist í Reykjavík 1976. Hún lauk stúdentsprófi frá FG 1997 og BS-gráðu í viðskiptafræði frá HR 2003. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði og frá 2007 setið í stjórn mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar.
Mannúðar- og mannræktarsamtökin Höndin halda málþing um kvíða á morgun í neðri sal Áskirkju.
Á fundinum ætlar Bryndís Edda Eðvarsdóttir, meðlimur í stjórn Handarinnar, að segja frá eigin reynslu og bata af kvíða og þunglyndi og Brjánn Á. Bjarnason geðlæknir flytur erindi.
Bryndís Edda segir þunglyndi og kvíða koma fram með ólíkum hætti hjá ólíkum einstaklingum. Sjálf varð hún ekki vör við
að eitthvað væri að fyrr en heilsa hennar hrundi skyndilega:
„Fram að því hafði ég verið með líkamleg einkenni, eins og mikinn hjartslátt, svita og svefnleysi. Ég hafði einnig óafvitandi einangrað mig á stöðum, þar sem mér fannst ég örugg. Ég stundaði mína vinnu en félagslífið var nánast ekkert, bar við önnum til að forðast að hitta annað fólk,“ segir hún.
Bryndís Edda nefnir sem dæmi að eitt einkenni kvíða er að þora ekki á nýja staði, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því, og vandi hún t.d. komur sínar í Kringluna frekar en Smáralind þar sem umhverfið var nýtt. „Einnig tekur kvíðinn rosalega orku, og því er ekki skrítið að geta ekki stundað félagslíf og áhugamál eftir vinnu. Þetta myndar vítahring einangrunar og vanlíðunar sem erfitt er að vinna sig úr án aðstoðar fagfólks.“
Bryndís Edda vonast til að saga hennar geti vakið aðra til umhugsunar um eigin heilsu áður en komið er í óefni: „Ef manni líður illa á maður ekki að hika við að leita sér aðstoðar. Fólk með þunglyndi og kvíða trúir því oft að ekki sé hægt að laga það sem amar að, og gerir því ekkert til að bæta líðan sína,“ segir hún og bætir við að þunglyndi og kvíði séu dauðans alvara.
Samtökin Höndin voru meðal þeirra meðferðarleiða sem Bryndís Edda nýtti sér, en auk þess að halda reglulega opna fundi um samfélagsleg málefni starfa meðlimir handarinnar í lokuðum hópum og í einkatímum með fagfólki, til að bæta eigin heilsu: „Það er sérstaklega styrkjandi að geta tengst hópi fólks í sömu sporum, og sjá að maður er ekki einn í baráttunni. Ákaflega gefandi er svo þegar maður uppgötvar hvernig maður getur hjálpað öðrum.“
Fundurinn á þriðjudag er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Á slóðinni www.hondin.is má finna nánari upplýsinagr um starfsemi Handarinnar og viðburði á vegum hennar.


Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
