Handleiðsla

 

 

Flest okkar verða fyrir missi eða meiri eða minni vonbrigðum í lífinu. Missir getur haft alvarlegar afleiðingar. Missir við dauða er yfirleitt það sem flestum okkar kemur í huga fyrst. Missir við skilnað, atvinnumissir, ærumissir, missir heilsu eða fyrri færni er ekki síður mikilvægur í andlegri heilsu. Rán, innbrot, missir ökuleyfis, misnotkun, ofbeldi, vanræksla gagnvart börnum og afskiptaleysi og t.d. einelti geta haft mikil og skaðleg áhrif á geðheilsu einstaklings og sjálfsmynd hans. Því á hann oft í vandræðum með að ná upp á það stig sem unnt væri, til þess að hæfileikar hans nýttust til fulls.

 

Vanlíðan með þunglyndi, kvíða og angist eru oftast fylgifiskar missis hver sem hann er. Fjölskyldan (ef hún er til staðar) og aðstandendur eiga oft erfitt með að skilja vanda viðkomandi, jafnvel makar. Fjölskyldubönd eru og veikari nú en fyrr á tímum.

 

Til þess að stíga skref á átt að betra lífi og lífsfyllingu hjá einstaklingum var félagsskapurinn Höndin stofnaður af Eyjólfi Magnússyni, en hann hefur sem kennari og íþróttaþjálfari séð margvísleg vandamál einstaklinga og fjölskyldna í mörg ár og fundið þörfina fyrir stuðning sem þessir aðilar þurfa á að halda.

 

Höndin hefur hafið starfsemi með fræðslufundum og hópstarfi. Til þess að hópstarfið nýtist þurfa allir í hópnum að leggja sitt af mörkum, en ekki eiga allir erindi í hópa, einstaklings- eða fjölskylduviðtöl eiga betur við í sumum tilvikum.

 

Til þess að stýra sjálfshjálparhópum þarf reynslu og kunnáttu í mannlegum samskiptum og ekki síst hópferli. Fræðsla og þjálfun í hópvinnu er því nauðsynleg væntanlegum hópstjórum. Handleiðsla gegnir hér lykilhlutverki. Hópstjórar verða að geta reifað þau vandamál, sem upp koma með reyndum handleiðara, þannig að hvorki þeir né aðrir í hópnum beri skaða af. „Hjálparar“ geta gefið of mikið af sér sjálfum og „slitið sér út“ án utanaðkomandi aðstoðar.

 

Tillaga:

Námskeið í hópferli/hópstjórnun, tjáningu, svörun (feed-back) og samtalstækni.

 

Undirritaður hefur um meira en 30 ára skeið staðið fyrir slíkum námskeiðum og með 2 ára námskeiði í handleiðslu sjálfur í einstaklingsmeðferð í Osló 1978-79 öðlast umtalsverða reynslu.

 

 

                                                                       Páll Eiríksson

 

 

Fyrirtæki ársins 2012

Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns

Fyrirtæki ársins 2009

Fyrirtæki ársins 2011

Fyrirtæki ársins 2010

Heimilistæki

Fyrirtæki ársins 2014

Fyrirtæki ársins 2013

Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:

Banki: 0114 – 26 – 020106

Kennitala: 520106-0570

Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.

Endilega hafið samband.

Fyrirtæki ársins 2015