Áhugaverðar greinar
tengdar starfi Handarinnar
Fréttablaðið
8. september 2017
Opið bréf til yfirvalda í velferðarmálum
Eyjólfur Magnússon Scheving, stofnandi Handarinnar, og Garðar Baldvinsson, ritari félagsins, skrifuðu „Opið bréf til yfirvalda í velferðarmálum“ sem birtist í Fréttablaðinu 8. september sl. Þeir benda á að þrátt fyrir kröftugt starf Handarinnar og þjónustu við stóran hóp félagsmanna og skjólstæðinga hafa opinber framlög til félagsins farið sífellt lækkandi frá því það var stofnað 2005 og á þessu ári lækkuðu þau um 50% í viðbót. Það er þess vegna kraftaverki líkast að Höndin geti sinnt því starfi sem hún vinnur, segja þeir.
Morgunblaðið
3. júní 2017
Aldrei mátt aumt sjá
Í Morgunblaðinu 3. júní 2017 birtist fróðlegt viðtal við Eyjólf Magnússon Scheving, stofnanda Handarinnar. Þar segir hann ofurlítið af sjálfum sér og þeirri hugmyndafræði sem liggur Höndinni til grundvallar. Jafnframt gagnrýnir hann stjórnvöld fyrir skilningsleysi á starfsemi félagsins og að draga úr styrkjum til þess.
Fréttablaðið
18. desember 2014
Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
GEÐORÐIN 10 – Grein 2
Greinin er önnur greinin af tíu í greinaröð jafnmargra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10.
Eyjólfur Magnússon Scheving og Helga Hallbjörnsdóttir skrifa
Það er viðurkennt að fyrstu vikurnar í lífi sérhvers barns skipta sköpum fyrir þroska heilans og á því tímabili skiptir líkamleg snerting sköpum fyrir manninn út lífið, sem og ástúð og hlýja. Einlæg vinátta byggist á hlýju og skiptir þá engu hver maðurinn er. Menn eru félagsverur.
Fréttablaðið
9. október 2013
Styrktist sjálf með því að hjálpa öðrum
Helga Hallbjörnsdóttir, formaður mannúðarsamtakanna Handarinnar, opnar heimili sitt fyrir þeim sem eru hjálparþurfi. Veit sjálf hvernig það er að þjást af kvíða, þunglyndi og örlyndi. Styrkir til samtakanna hafa verið skornir niður.
Edda Jóhannsdóttir,
blaðamaður og félagi í Höndinni, skrifar:
Lífið getur verið svo yndislegt
Sektin
Við sem höfum tilhneigingu til þunglyndis og kvíðaraskana eigum ótalmargt sameiginlegt. Eitt er sektarkennd og tilfinningin að eiga ekkert gott skilið. Hvaðan ætli það komi? Ég hef oft hugleitt hvernig stendur á því að þegar vel gengur verð ég meira hrædd en glöð. Ég man ekki til að hafa verið alin upp við refsandi guð en tilfinningin var og er stundum enn þessi: “Ekki vera glöð eða hamingjusöm, það kemur bara í bakið á þér. ”Sektarkenndin er líka viðvarandi og hluti af þessu. Ég finn til sektar ef ég er glöð og er undrafljót að reka gleðina á brott til að gefa sektinni meira rými.
Morgunblaðið
19. apríl 2008
Ritstjórnargrein
Óviðunandi aðstæður
Árni Tryggvason leikari skrifaði grein hér í Morgunblaðið í gær, sem vakið hefur verðskuldaða athygli.
Árni Tryggvason leikari skrifaði grein hér í Morgunblaðið í gær, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Grein Árna Tryggvasonar hefst á þessum orðum: „Ég þurfti að dvelja nokkra daga á geðdeild 32C Landspítalans, en er nú búinn að ná mér upp á grasið aftur, með góðri fagmennsku læknis og starfsfólks, sem þar er og er til fyrirmyndar.“
Hversdagleg byrjun á blaðagrein
Morgunblaðið
03. mars 2008
Reynslusaga af kvíða
Bryndís Edda Eðvarsdóttir fæddist í Reykjavík 1976. Hún lauk stúdentsprófi frá FG 1997 og BS-gráðu í viðskiptafræði frá HR 2003. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði og frá 2007 setið í stjórn mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar.
Mannúðar- og mannræktarsamtökin Höndin halda málþing um kvíða á morgun í neðri sal Áskirkju.
Á fundinum ætlar Bryndís Edda Eðvarsdóttir, meðlimur í stjórn Handarinnar, að segja frá eigin reynslu og bata af kvíða og þunglyndi og Brjánn Á. Bjarnason geðlæknir flytur erindi.
Edda Jóhannsdóttir skrifar
Ég er nagli og hlusta ekki á neitt væl um þunglyndi...
...eða þangað til ég upplifði það sjálf og neyddist til að leita mér hjálpar – þegar til kom var engin skömm að því ...
Ég sit á biðstofu heimilislæknisins og renni augum yfir lesefnið á borðinu. Þar eru öll nýjustu slúðurblöðin, svo og Hjemmet og sænska Allt för damerna. Frábært.
Ég sópa til mín nokkrum blöðum og byrja að fletta en hendi svo bunkanum frá mér. Ég hef ekki eirð, áhuga eða nennu til að lesa. Ég horfi í staðinn upp í loftið og velti fyrir mér hvað ég eigi að segja lækninum. Þegar ég er kölluð inn er ég engu nær ...
Um meðvirkni
Páll Einarsson MSc þerapisti skrifar:
Hugtakið meðvirkni hefur verið áberandi í umræðunni hér á Íslandi síðastliðin áratug. Hugtakið kemur frá Bandaríkjunum, en þar var fyrst farið að nefna meðvirkni á nafn í kringum 1983. Meðferð fyrir meðvirka einstaklinga hófst ári seinna, en í dag eru margar meðferðarstöðvar út um allan heim sem bjóða upp á slíka þjónustu. En hvað er meðvirkni? Hvernig birtist hún og, síðast en ekki síst, af hverju verðum við meðvirk?
Morgunblaðið
10. desember 2007
Mannrækt og jólahald
Unnar Atli Guðmundsson fæddist á Hvammstanga 1955. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Reykjaskóla. Unnar starfaði við fiskiðnað um nokkurt skeið, og var síðar starfsmaður mjólkurstöðvar. Hann er nú iðnverkamaður við húsbyggingar. Unnar hefur verið meðlimur Handarinnar frá 2006.
blaðið
7. nóvember 2007
Jákvætt sjálfstraust er lykill að velgengni
„Jákvætt sjálfstraust er í rauninni að kunna að sigra og tapa en halda samt áfram á sinni braut,“ segir Eyjólfur Magnússon, kennari og stjórnarformaður Handarinnar. Samtökin standa i kvöld að fræðslufundi um jákvætt sjálfstraust, leið til betra lífs. Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar, og Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, verða framsögumenn og Páll Eiríksson geðlæknir er fundarstjóri.
Morgunblaðið
31. október 2007
Barist gegn skammdegisþunglyndinu
Sumir kvíða vetrinum og þjást af skammdegisþunglyndi, sem getur orðið alvarlegt ef ekki er spyrnt við fótum. Edda Jóhannsdóttir ræddi við Ólafíu Ragnarsdóttur sem er ein þeirra sem þjáðust af þunglyndi, sem reyndar var ekki árstíðabundið, í mörg ár ....
Morgunblaðið
7. september 2007
Útrétt hjálparhönd
Helga Hallbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 1951. Hún lauk gagnfræðaprófi af verslunardeild Hagaskóla og hóf í framhaldinu störf við Landsbanka Íslands þar sem hún starfaði í 22 ár, fyrst við afgreiðslu og síðar sem gjaldkeri og við víxladeild. Þá hefur hún starfað sem verslunarstjóri. Helga hefur setið í stjórn Handarinnar frá ársbyrjun 2007. Hún er þriggja barna móðir.
Mannúðar- og mannræktarsamtökin Höndin tóku til starfa í árslok 2005. Samtökin bjóða upp á margskonar aðstoð við þá sem eiga undir högg að sækja og standa einnig fyrir fræðslu og umræðu.
Morgunblaðið
11. nóvember 2007
Maður er manns gaman
Bjarni Ólafsson fæddist í Reykjavík 1941. Að loknu gagnfræðaprófi fór hann til Bandaríkjanna til náms þar sem hann útskrifaðist sem flugvirki frá Spartan School of Aeronautics 1961. Bjarni starfaði hjá Flugfélagi Íslands, Pan American, síðar Loftleiðum, síðar Flugleiðum og Icelandair. Eiginkona Bjarna er Guðrún Gríma Árnadóttir hárgreiðslukona og eiga þau þrjár dætur og tvo dóttursyni.
Arna Schram
Erindi á Málþingi Handarinnar
7. febrúar 2007
Þunglyndi
„Stattu þig; engan aumingjaskap; bíttu í skjaldarrendurnar og drífðu þig út“ Þessi setning hljómar eflaust kunnuglega í eyrum margra sem glíma við eða hafa glímt við þunglyndi.
Orðin koma ekki endilega að utan, þ.e. frá vinum, vandamönnum eða vinnufélögum, heldur líka að innan, frá viðkomandi sjálfum - okkur sjálfum sem höfum þurf t að glíma við þunglyndi.
Lesa meira...
Fréttablaðið
7. nóvember 2006
Samtal gerir fólki gott
Höndin er heiti á alhliða mannúðar- og mannræktarsamtökum. Einn þeirra sem þangað hafa sótt sér hjálp er Bjarni Ólafsson flugvirki sem átt hefur við þunglyndi að etja.
„Ég las annaðhvort í Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu um þessi samtök. Þau voru þá nýlega stofnuð og ég setti mig strax í samband við manninn sem kom fram í greininni. Hann heitir Eyjólfur Magnússon Scheving og er kennari. Það er fyrir hans krafta sem Höndin komst á laggirnar,“ segir Bjarni um fyrstu kynni sín af Hendinni og lýsir starfseminni lítillega.
Fréttablaðið
3. október 2006.
Eru fíkniefni einkamál?
Í kvöld verður málþing haldið í neðri sal Áskirkju kl. 20.30 til að vekja athygli á þeim vaxandi vanda sem eiturlyfjaneysla er orðin á Íslandi.
„Með þessu málþingi erum við að vekja athygli á fíkniefnavandanum og ræða hvernig vinna megi bug á honum,“ segir Eyjólfur Magnús Scheving, kennari og meðlimur í alhliða mannúðar- og mannræktarsamtökunum Höndinni, sem hefur það að meginmarkmiði að liðsinna þeim sem leita eftir andlegri eða líkamlegri hjálp.
Morgunblaðið
24. september 2006
Börn síns tíma
Er Ísland barnvænlegt
Höfundur: Orri Páll Ormarsson
Gera má því skóna að vægi fjölskyldunnar hafi minnkað með breyttum samfélagsháttum á Íslandi. Fyrirvinnurnar á flestum heimilum eru nú tvær í stað einnar áður og vinnudagurinn að jafnaði langur.
Morgunblaðið
24. sept 2006
Ekki nóg að greina vandann – það þarf að leysa hann líka
Drjúgum hluta barnæskunnar er varið í skólanum og Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna, og Eyjólfur Magnússon Scheving, grunnskólakennari, eru sammála um að hlutverk skólans í uppeldi barna hafi sjaldan verið stærra.
Lesa meira...
Morgunblaðið
3. júní 2006
Geðvernd í raun
Grein eftir Pál Eiríksson lækni
VIÐ hittum þau, sjáum eða heyrum dag hvern. Þetta getur verið vinur, vinnufélagi eða einhver sem við af tilviljun mætum í búðinni, á götu úti eða í vinnunni.
Erfiðast er kannski að hitta þau fyrir á okkar eigin heimili – kærustu, maka, foreldri og ekki síst barn.
Hér á ég við einstaklinga, sem eiga við sálarsársauka að stríða, sársauka sem kemur fram í kvíða, angist, þunglyndi, sorg eða jafnvel geðveiki.
Lesa meira...
Dagblaðið Vísir– DV
9. júní 2006
Á ég að gæta bróður míns?
Ólafía Ragnarsdóttir var ekki nema fjórtán ára þegar hún reyndi að fremja sjálfsvig.Eftir það var hún fastagestur í geðheilbrigðiskerfinu án þess að fá lausn sinna mála. Fyrir ári birti til hjá Ólafíu þegar hún hóf meðferð hjá atferlisfræðingi og náði á nokkrum mánuðum meiri árangri en hún hafði náð með læknunum í áratugi. Nú hefur Ólafía ásamt fleirum stofnað sjálfshjálparsamtök sem heita Höndin.
Það kemur í ljós þegar ég hitti Ólafíu að um er að ræða bernskuvinkonu sem ég var meira að segja heimagangur hjá. Ólafía bjó í sama stigagangi og ég í Safamýrinni og hafði þá sérstöðu meðal okkar krakkanna í blokkinni að eiga tvær mæður. Ólafía var skilnaðarbarn og bjó hjá móður sinni og systur hennar. Móðirin vann úti en systirin var heima og annaðist barnið. Ólafía var sérstaklega skemmtilegur og harmónískur krakki og við rifjum upp á kaffihúsinu hvernig við sömdum fjölmörg leikrit sem við ætluðum alltaf að setja upp í garðinum bak við hús...
Morgunblaðið
5. mars 2006
Hinn brotni reyr
Samtökin Höndin voru nýlega stofnuð og hittast félagar í Áskirkju annað hvert þriðjudagskvöld.
Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ólafíu Ragnarsdóttur um Höndina og tilgang hennar.
Við í Hendinni viljum reisa við hinn brotna reyr,“ segir Ólafía Ragnarsdóttir og horfir fast á mig brúnum augum. Ég sit í stofunni hennar við Ljósheima. Við sitjum þarna saman til þess að ræða um hinn nýstofnaða félagsskap Höndina. Ólafíu er nokkuð mikið niðri fyrir og segist vilja gefa sem flestum hlutdeild í þeirri lífsfyllingu sem hún segir Höndina vera sér.„Höndin er fyrir alla, þetta eru allsherjar mannræktar- og mannúðarsamtök sem hafa það á stefnuskrá sinni að byggja fólk upp sem hefur gengið illa í lífinu – leiðbeina því til sjálfshjálpar. Þegar fólk hefur öðlast styrk og brotist út úr þeim erfiðleikum sem það á við að glíma þá getur það farið að rétta öðrum hönd – hjálparhönd. Nafnið á samtökunum er lýsandi fyrir tilgang þeirra. Útrétt hönd reisir við hinnbrotna reyr,“ bætir Ólafía við.
Eyjólfur Magnús Scheving kennari og atferlisfræðingur stofnaði Höndina í september sl. og hófst starfið í nóvember.
Fréttablaðið
8. nóvember 2005.
Finna mennskuna í sjálfum sér
Fyrir stuttu voru stofnuð líknar- og sjálfsstyrktarsamtökin Höndin sem ætluð eru sem grundvöllur fyrir fólk sem vill koma saman og ræða tilfinningar og líðan. Í kvöld, klukkan 20.30, verður haldinn fyrsti fundurinn á vegum samtakanna í neðri sal Áskirkju, en fundirnir verða á hverju þriðjudagskvöldi á sama tíma hér eftir.
Eyjólfur Magnússon Scheving atferlisfræðingur er aðalmaðurinn á bak við Höndina en Ólafía Ragnarsdóttir hefur aðstoðað hann ötullega við að kynna samtökin.
Dagblaðið Vísir − DV
2. nóvember 2005.
Þeir veikburða verða undir
Ólafía Ragnarsdóttir og Eyjólfur Magnússon Scheving standa fyrir nýjum sjálfsstyrktarhóp fyrir alla sem líður illa. Ólafía segir samfélagið í Reykjavík afar firrt, allir séu í sínu horni og hugsi ekkert um náungann. Það sé hinsvegar leið út úr öllum ógöngum.
„Ég held að það séu ofsalega margir úti í samfélaginu sem líður illa en geta ekkert leitað," segir Ólafía Ragnarsdóttir sem hefur ásamt fleirum stofnað sjálfsstyrktarhópinn og líknarsamtökin Höndina. Hópurinn mun hittast í fyrsta skiptið næsta þriðjudag, þann 8. nóvember í Áskirkju.
„Til okkar verða allir velkomnir," segir Ólafía og bætir við að sama sé hvort um andleg eða líkamlega vanlíðan sé að ræða. „Félagsskapurinn verður ekki bundinn við ákveðið vandamál heldur getur hver sem er sem líður illa eða hefur áhuga á samræðum um fólk og tilfinningar mætt til okkar.“

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
