Mannrækt og jólahald
Morgunblaðið
10.desember 2007
Unnar Atli Guðmundsson fæddist á Hvammstanga 1955. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Reykjaskóla. Unnar starfaði við fiskiðnað um nokkurt skeið, og var síðar starfsmaður mjólkurstöðvar. Hann er nú iðnverkamaður við húsbyggingar. Unnar hefur verið meðlimur Handarinnar frá 2006.
Mannúðar- og mannræktarsamtökin Höndin halda jólafund 11. desember næstkomandi. Fundurinn er haldinn í neðri sal Áskirkju, kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Í hverjum mánuði heldur Höndin opinn fund þar sem rætt er um valin samfélagsmál. Fundur desembermánaðar verður á léttu nótunum með jólastemningu.
Unnar Atli Guðmundsson er félagi í Höndinni, og segir frá því sem er á dagskrá: „Við fáum til okkar Önnu Sigríði Pálsdóttur dómkirkjuprest og Evu Maríu Jónsdóttur dagskrárgerðarmann og flytja þær stutt erindi. Báðar eru þær líflegar og gefandi mannræktarmanneskjur sem komið hafa að ýmsu góðu starfi og verður gaman að hlusta á þær,“ segir Unnar Atli. „Einnig koma til fundarins 20 meðlimir Kvennakórs Reykjavíkur og syngja fyrir okkur jólalög, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar. Þá munum við veita á jólafundinum sérstaka viðurkenningu einstaklingi sem unnið hefur framúrskarandi starf í stuðningi sínum við aðra.“
Einnig ætlar Þráinn Bertelsson rithöfundur að lesa úr nýútkominni bók sinni: „Þráinn hefur skrifað áhugaverða pistla um mál sem betur mættu fara í samfélaginu, og deilir vonandi skoðunum sínum með fundargestum,“ segir Unnar, og bætir glettin við að hann vonist til að jólablær verði yfir bókalestrinum, þó nýja skáldsagan beri hinn drungalega titil Englar dauðans. „Fundinum ljúkum við svo með jólahugvekju Margrétar Svavarsdóttur djákna í Áskirkju, og bjóðum upp á kaffi og piparkökur.“
Höndin er opinn félagsskapur um mannúð og mannrækt: „Félagið starfar í sérstökum hópum, þar sem fólk tekur höndum saman, bæði gefur og þiggur til að byggja sig upp og styrkja aðra,“ segir Unnar. „Allskyns fólk af öllum stigum þjóðfélagsins tekur þátt, til að byggja sig upp eftir ólík áföll í lífinu, og tökum við vel á móti öllum sem til okkar leita.“
Unnar segir jólin geta verið mörgum erfiður tími: „Við hvetjum þá sem þurfa á styrk og félagsskap að halda að setja sig í samband. Hjá Höndinni er unnið gott starf og má sjá miklar breytingar á fólki til hins betra með þátttöku í félaginu.“

Unnar Atli Guðmundsson

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
