Heimsóknir
Höndin er alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök sem leitast við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Höndin aðstoðar og liðsinnir þeim sem til hennar leita og hjálpar fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Höndin er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku.
Höndin skipuleggur heimsóknir til fólks sem er einmana eða glímir við geðraskanir eins og kvíða eða þunglyndi. Markmið heimsóknanna er að létta fólki lífið, ræða við það og veita því ráðgjöf um daglegt líf og samskipti við aðra og kerfið, t.d. við skattinn, banka, félagsmálakerfið, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingar Íslands, lækna og heilbrigðisstofnanir.
Fyrir hverja eru fundir Handarinnar?
Fundirnir eru fyrir alla sem vilja leita sér aðstoðar og vinna í sínum málum, styrkja sig og sitt eigið sjálf — fyrir þá sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að etja, svo sem þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Einnig er þetta vettvangur fyrir þá sem eru einmana, eru að kljást við sorg eða missir. Síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda. Ekkert er okkur óviðkomið.
Markmið heimsóknanna:
Hjálpa fólki að greina vandann.
Finna eigin styrk og getu.
Benda á leiðir til aðstoðar.
Finna leið til sjálfshjálpar.
Samtökin og fundirnir eru byggð á þekkingu, reynslu, styrk og trú.
Nærvera er það mikilvægasta í starfi okkar.
Hlustun, æðruleysi, fordómaleysi, samúð, hlýja og virðing er grundvöllur okkar starfs.
Nánari upplýsingar um starf Handarinnar er hægt að nálgast hjá
-
Helga Hallbjörnsdóttir, sér um heimsóknir og tímapantanir fyrir viðtöl. Sími 567-6034 & 695-9104 virka daga
-
Eyjólfur Magnússon Scheving í síma 899-0345 eftir kl. 15:00 virka daga
-
Garðar Baldvinsson, ritari, í síma 691 4519 e.hd. virka daga

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
