Samtal gerir fólki gott
Fréttablaðið
7. nóvember 2006
Höndin er heiti á alhliða mannúðar- og mannræktarsamtökum. Einn þeirra sem þangað hafa sótt sér hjálp er Bjarni Ólafsson flugvirki sem átt hefur við þunglyndi að etja.
„Ég las annaðhvort í Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu um þessi samtök. Þau voru þá nýlega stofnuð og ég setti mig strax í samband við manninn sem kom fram í greininni. Hann heitir Eyjólfur Magnússon Scheving og er kennari. Það er fyrir hans krafta sem Höndin komst á laggirnar,“ segir Bjarni um fyrstu kynni sín af Hendinni og lýsir starfseminni lítillega. „Höndin hjálpar fólki að tjá sig um sín vandamál, hvort sem það eru áföll, þunglyndi eða annað. Það hittist vikulega í klukkutíma og talar um sína líðan og það sem brennur á því hverju sinni. Þetta er í svipuðum anda og hjá AA þó ekki sé starfað eftir 12 spora kerfinu og þetta virkar vel,“ segir Bjarni. Hann kveðst hafa
góða reynslu af þessu fyrirkomulagi. „Mér finnst þetta mjög þægilegt. Að geta
komið og talað við annað fólk í svipuðum aðstæðum en geta þó verið öruggur um að ekki sé farið með málefni mín út í bæ. Þetta hefur hjálpað mér og ég hef séð að þetta hjálpar mörgum öðrum.“
Sjálfur hafði Bjarni verið þunglyndur nokkuð lengi áður en hann hafði samband við Höndina. „Þunglyndi er erfiður sjúkdómur. Það hefur áhrif á alla sem í kringum mann eru. Fjölskyldu, vini og aðra. Maður breytist og verður allt annar maður en áður. Reynir að komast hjá því að gera flest af því sem aðrir gera og heldur sig til hlés algerlega. Það er þó misjafnt hversu þungbært það er. Það koma góð tímabil inn á milli og ég nota líka lyf til að ná mér upp úr þessu,“ segir Bjarni og vonast til að þeir sem þetta lesi hafi samband við hann eða Eyjólf ef þeir hafi áhuga á að ganga í samtökin. „Það er svo erfitt að ná til fólks sem er í vanda,“ bendir hann á.
Ennþá eru vikulegu fundirnir í heimahúsi en meiningin er að fá húsnæði undir starfsemina þegar henni vex fiskur um hrygg, að sögn Bjarna.
Hann vill eindregið benda fólki á málþing á vegum Handarinnar sem haldin eru fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Áskirkju. Að lokum er ástæða til að benda á heimasíðuna www.hondin.is.

Bjarni Ólafsson

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
