top of page
Barist við skammdegisþunglyndi

 

Morgunblaðið

31. október 2007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ólafía er nú laus við þunglyndið og þakkar það samtökum sem hún er í og heita Höndin. Nú nýtur hún allra árstíða, ekki síst vetrarins, sem henni finnst fullur af spennandi möguleikum og tækifærum og svarar brosandi þegar hún er spurð hvernig veturinn leggist í hana núna.

 

„Hann leggst vel í mig og éghlakka bara til,“ svarar hún afbragði og brosir fallega. „Veturinn kemur alltaf aftur og nú finnst mér hann spennandi. Það er svo ótalmargt sem hægt er að gera skemmtilegt á veturna, ekki síst vegna þess að menningarlífið blómstrar sem aldrei fyrr. Ég nýt þess að fara í leikhús, á tónleika og söfn og þar sem ég er mikil félagsvera hef ég alltaf nóg að gera að hitta fólk. Ég er í einbúð, sem er orð sem ég fann upp,“ segir hún hlæjandi, „svo það er mikilvægt fyrir mig að vera á ferðinni, hitta vini og gera eitthvað skemmtilegt, borða góðan mat með vinum og eiga notalegt spjall yfir rauðvínsglasi.

 

Það er svo auðvelt að detta niður í þunglyndisástand ef maður er mikið einn og þess vegna ráðlegg ég fólki, sem hefur þessa tilhneigingu, að láta það ekki eftir sér.Iðjuleysi er besti vinur þunglyndis og kvíða. Ég ráðlegg þess vegna hreyfingu, göngur, sund eða hvað sem hentar best, og hvet fólk til að vera duglegt að taka þátt í félagslífi. Það eru ótalmörg skemmtileg námskeið í boði og alltaf hægtað finna sér eitthvað við sitt hæfi.“

 

Aðrir bjarga manni ekki úr þunglyndi

 

Ólafía segir fjölda samtaka sem hægt er að leita til ef fólki líður illa, eins og Geðhjálp og Hugarafl til dæmis, en segir sig langa að tala mest um Höndina sem hún starfar sjálf fyrir.

 

„Við erum sjálfshjálparsamtök og aðstoðum fólk til sjálfshjálpar, hvort sem það er að ná sér eftir andleg eða líkamleg veikindi. Ég vildi gjarnan fá að benda á heimasíðuna okkar, hondin.is, þar sem fólk getur leitað nánari upplýsinga. Það er engin skömm að þunglyndi frekar en fótbroti eða hjartasjúkdómi.

 

Ég vil líka endilega koma því á framfæri að það gildir sama um þunglyndi og til dæmis alkóhólisma, það getur enginn hjálpað nema fólk sé tilbúið að taka á móti hjálpinni og leggja eitthvað á sig tilað ná bata. Það getur enginn, hvorki geðlæknir né sálfræðingur eða aðrir meðferðaraðilar, gert kraftaverk. Sjúklingurinn verður sjálfur að leggja eitthvað í púkkið. Þegar ég loksins skildi þetta fór ég fyrst að finna fyrir bata. Það er örugglega ástæðan fyrir því að ég var svo lengi í þunglyndi, að ég var alltaf að bíða eftir að einhver smellti með fingrum og færi með töfraþulu sem lagaði allt. Mér datt ekki í hug að gera neitt sjálf. En ég tek það skýrt fram að ef fólk þjáist af verulega slæmu þunglyndi verður það að leita sérfræðiaðstoðar.“

 

Ónýtt aðfangadagskvöld

 

Aðspurð um vondar og góðar minningar um veturinn segir hún ein jólin sérlega vond í minningunni. „Ég er næstum feimin að segja frá þessu,“ segir hún, „en staðreyndin er að maður getur verið ótrúlega langt leiddur í þunglyndinu. Á þessum tíma var ég líka að éta læknadóp sem ég er að sjálfsögðu löngu hætt að gera, en málið var að ég var neikvæð gagnvart jólunum, hafði allt á hornum mér og á aðfangadag lenti okkur mömmu illa saman. Ég fór í fússi inn í herbergi, át fullt af töflum, en mamma sat ein eftir grátandi frammi í stofu, búin að hafa mikið fyrir öllum undirbúningi og jólamatnum en mér var bara alveg sama. Það var ömurlegt að vakna daginn eftir. Ég gæti farið að gráta þegar ég hugsa um þetta núna. „Góðu minningarnar eru margar úr æsku,“ segir Ólafía brosandi. „Ég man þegar við krakkarnir í Safamýrinni vorum að búa til snjóhús rétt fyrir jól og komum inn til að hlýja okkur og fá kakó. Þá var allt skreytt og andrúmloftið var þrungið jákvæðri spennu og töfrum.

 

Við Ólafía ræðum það nokkra stund að eiginlega sé eftirsjá að snjónum og erum sammála um að allir, börn og fullorðnir, ættu að taka dagstund í að búa til engla í snjóinn, snjókarla og snjóhús, og fara inn í kakó, smákökur og jólatónlist á eftir. Og þá er bara aðvona að snjórinn komi og geri okkur það kleift, hressum krökkum á öllum aldri.

 

eddajoh@mb

 

Til baka
bottom of page