Starfsemi og gildi Handarinnar
Helstu þættir starfsins:
-
Fundir: Sjálfstyrking einu sinni í viku í Áskirkju. Almennir fundir um hin ýmsu málefni. Stjórnarfundir, starfsmannafundir.
-
Símtöl: Frá skjólstæðingum til Handarinnar og svör við hinum ýmsu fyrirspurnum sem eru undir stjórn Helgu Hallbjörnsdóttur, formanni Handarinnar – ca 2000 svör og svarbeiðnir.
-
Heimsóknir: Til skjólstæðinga – ca 900–1000 á ári og fer sífjölgandi.
-
Ráðgjafaviðtöl: Fara fram að Vesturbergi114, Rvk, Áskirkju í Rvk og á heimilum skjólstæðinga er eigi treysta sér til að fara að heiman.
-
Skjólstæðingar er Höndin sendir til annarra sérfræðinga til frekari hjálpar, td: lækna, lögfræðinga, presta og fleiri fagaðila.
-
Viðurkenningar – Höndin veitir viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga á jólafundi félagsins er teljast hafa skarað framúr á sviði mannúðar og mannræktar.
-
Hjálparstarfsemi vegna skjólstæðinga okkar varðandi: Húsnæði, lögréttindi, atvinnumál, mannréttindi – með þeirri vissu að lifa í fullri reisn.
-
Höndin hefur starfað síðan 2005 og starfið aukist jafnt og þétt ár hvert.
Af ýmsum ástæðum geta eða vilja einstaklingar ekki koma á fundi. Höndin hefur komið til móts við þarfir þeirra með einkaheimsóknum, símaþjónustu og tölvupósti, en þessi einstaklingsráðgjöf getur verið margvísleg: fjárhagsráðgjöf, atvinnustuðningur og félagslegur stuðningur.
Þjónustan er ókeypis fyrir skjólstæðinga Handarinnar.
Gildi Handarinnar
byggja á þekkingu, reynslu, styrk og trú.
Nærvera er það mikilvægasta í starfi félagsins.
Hlustun, æðruleysi, fordómaleysi, samúð, hlýja og virðing
er grundvöllurinn í starfi Handarinnar.
Vinsamlega sendið ábendingar, fréttir eða áhugavert efni á hondin@hondin.is

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
