top of page
Írsk ferðabæn
 

Í lok frábærs fundar hjá „Höndinni“, hinn 5. nóvember 2006, langaði mig til þess að gefa fundarmönnum hluta í gjöf, sem ég fékk frá írskri konu, sem bjó á Norðurlöndum.

Henni hafði verið vísað til mín vegna kvíða og þunglyndis. Í ljós kom að hún og bróðir hennar, þá 8-10 ára gömul, höfðu orðið vitni að morði föður þeirra á móðurinni í svefnherbergi þeirra hjóna.

 

Hún kom til mín í viðtöl einu sinni í viku í nokkra mánuði og ók þá nær 100 km. hvora leið.

 

Í lokaviðtali okkar sagðist hún vilja færa mér þessa írsku ferðabæn sem þökk fyrir hjálpina. Síðan fluttist hún á brott.

 

                       

Megi  leiðin ávallt vera þér fær

Megir þú alltaf hafa meðbyr

Megi sólin skína á andlit þitt og

regnið falla milt á akra þína

og uns við hittumst á ný – – –

megi Guð halda þér varlega í hendi sinni

 

lausleg þýðing Páll Eiríksson

bottom of page