Írsk ferðabæn
Í lok frábærs fundar hjá „Höndinni“, hinn 5. nóvember 2006, langaði mig til þess að gefa fundarmönnum hluta í gjöf, sem ég fékk frá írskri konu, sem bjó á Norðurlöndum.
Henni hafði verið vísað til mín vegna kvíða og þunglyndis. Í ljós kom að hún og bróðir hennar, þá 8-10 ára gömul, höfðu orðið vitni að morði föður þeirra á móðurinni í svefnherbergi þeirra hjóna.
Hún kom til mín í viðtöl einu sinni í viku í nokkra mánuði og ók þá nær 100 km. hvora leið.
Í lokaviðtali okkar sagðist hún vilja færa mér þessa írsku ferðabæn sem þökk fyrir hjálpina. Síðan fluttist hún á brott.
Megi leiðin ávallt vera þér fær
Megir þú alltaf hafa meðbyr
Megi sólin skína á andlit þitt og
regnið falla milt á akra þína
og uns við hittumst á ný – – –
megi Guð halda þér varlega í hendi sinni
lausleg þýðing Páll Eiríksson

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
