top of page
Jól 2013
Jól 2012
Jól 2011
Jól 2010
Jól 2009
Jól 2008
Jól 2007
Jólafundur Handarinnar 2012

 

Jólafundurinn heppnaðist vel.

Hér koma nokkrar myndir frá fundinum.

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra stjórnaði fundinum af mikilli röggsemi.

 

Viðurkenningu Handarinnar að þessu sinni fékk fyrirtækið Brim, og þeir Guðmundur Kristjánsson í Brim, Þorvaldur Jónasson kennari og Hafþór Jónsson fyrrverandi kirkjuvörður í Áskirkju, fyrir ómældan stuðning við Höndina. Helga Hallbjörnsdóttir afhenti þær

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólafundur Handarinnar 2011

 

Bjarni Ólafsson flugvirki og félagi í Höndinni setti fundinn.

Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar stýrði fundinum. Jóhannes Kristjánsson eftirherma fór með gamanmál.

Jón Kalman Stefánsson les úr nýútkominni bók sinni, Hjarta mannsins. Hljómsveitin Upplyfting söng nokkur lög.

Sölvi Sveinsson skólastjóri sagði frá og skýrði út efni bókar sinnar, Tákn er lifandi hluti mannsins. V

Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni í Áskirkju flutti hugvekju.

Á eftir var fjöldasöngur.

 

Jólafundurinn heppnaðist vel.

Hér eru nokkrar myndir frá fundinum.

Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs stjórnaði fundinum af mikilli röggsemi.

 

Viðurkenningar hlutu að þessu sinni Læknastöðin Glæsibæ og þau Bergþór Grétar Böðvarsson fulltrúi notenda á geðsviði LSH og Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir kennari og táknmálstúlkur fyrir mikinn stuðning við Höndina.

Helga Hallbjörnsdóttir afhenti viðurkenningarnar.

Jólafundur 2010

 

Jólafundurinn heppnaðist vel.

Áslaug Daníelsdóttir sérkennari og félagi í Höndinni setti fundinn.


Gunnar Páll Ingólfsson flutti nokkur lög.

Guðni Ágústsson fv. ráðherra og þingmaður fór með gamanmál með alvarlegu ívafi.

Einar Kárason las úr bók sinni Mér er skemmt.

Guðrún Ögmundsdóttir fv. þingmaður las úr bók sinni Hjartað ræður för.

Sr. Pálmi Matthíasson flutti hugvekju.

 

Fundarstjóri var Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur.

Viðurkenningu Handarinnar hlutu Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Hátúni 2 í flokki fyrirtækja og í flokki einstaklinga hlaut Kristín Jónsdóttir, húsnæðisfulltrúi Öryrkjabandalagsins, viðurkenningu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólafundur 2009

 

Jólafundurinn heppnaðist vel, söngur mjög fallegur og upplestur einnig.

Hugljúf og falleg jólahugvekja í lokin.

 

 

Fundarstaður:  Áskirkja, neðri salur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundartími: 16. desember kl. 20.30

Kaffi og piparkökur

 

Dagskrá:

Birna Birgisdóttir þroskaþjálfi og félagi í Höndinni setur fundinn.
Nokkrir félagar úr kór Áskirkju syngja jólalög undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.
Jón Júlíusson leikari les jólasögu.
Oddný Eir Ævarsdóttir les upp úr nýútkominni bók sinni Heim til míns hjarta.
Sólmundur Hólm Sólmundarson les upp úr viðtalsbók sinni um Gylfa Ægisson Sjúddírarírei.
Sr. Sigurður Jónsson prestur í Áskirkju flytur jólahugvekju.

Fundarstjóri er Vigdís Hauksdóttir alþingismaður.

 

Höndin þakkar nefndinni sem sá um þennan fund.

Þeim Birnu Birgisdóttur, Áslaugu Daníelsdóttur og Helgu Hallbjörnsdóttur.

 

Viðurkenningu Handarinnar starfsárið 2009 hlutu að þessu sinni Heimilistæki hf og Guðrún Blöndal, geðhjúkrunarfræðingur, fyrir frábær störf að umönnun.

 

 

 

 

 

 

 
 
Jólafundur 2008

 

Jólafundur Handarinnar tókst vel að vanda. Kvennakórinn Glæðurnar söng jólalög undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur og hituðu upp fyrir ræðumenn kvöldsins.

 

Sigmundur Ernir las uppúr nýrri bók sinni, Magnea. Án efa magnþrungin saga þar á ferð.

Ása Björk Ólafsdóttir, héraðsprestur ræddi um glímuna við þakklætið.

Svo las Þráinn Bertelsson úr bók sinni, Ég ef mig skyldi kalla.

Að lokum flutti séra Bjarni Karlsson hugvekju.

Viðurkenningar Handarinnar voru veittar fyrir störf í þágu mannúðar. Að þessu sinni var viðurkenningin veitt til Halldórs Kára, frá Heimilistækjum og Höllu Vilborgar Jónsdóttur, frá Fréttablaðinu.

 

Fundinum stjórnaði Ellert B. Schram alþingismaður, en Helga Hallbjörnsdóttir setti fundinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
Jólafundur 2007

 

Jólafundur Handarinnar var haldinn 11. desember.

 

Bryndís Edda Eðvarðsdóttir setti fundinn.

 

Frummælendur:

Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur

Eva María Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona.


 

Tuttugu konur úr Kvennakór Reykjavíkur sungu jólalög við undirleik Vignis Þórs Stefánssona en stjórnandi var Sigrún Þorgeirsdóttir.

Þráinn Bertelsson rithöfundur las úr nýútkominni bók sinni, Englar dauðans.

Margrét Svavarsdóttir djákni flutti jólahugvekju.

 

Fundarstjóri var Helga Hallbjörnsdóttir.

 

Á eftir var boðið upp á kaffi og piparkökur.

Jólafundir Handarinnar

 

Jólafundurinn 2013

 

Fundurinn heppnaðist afar vel og heiðruðu vel á annað hundrað gestir okkur með komu sinni.

Brokk kórinn söng nokkur lög.

Ari Eldjárn flutti gamanmál og fór á kostum.

Jónína Leósdóttir las upp úr bók sinni, Við Jóhanna, en Guðni Ágústsson las upp úr bók sinni Guðni – léttur í lund.

Fráfarandi formaður Handarinnar, Eyjólfur Magnússon Scheving, flutti ávarp.

Viðurkenningar Handarinnar hlutu að þessu sinni fyrirtæki ársins Síminn og einstaklingur ársins var valin Jónína Vilborg Ólafsdóttir fyrir vel unnin störf í þágu Handarinnar.

Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju, flutti hugvekju.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page