Þeir veikburða verða undir
Dagblaðið Vísir - DV.
2. nóvember 2005
Ólafía Ragnarsdóttir og Eyjólfur Magnússon Scheving standa fyrir nýjum sjálfsstyrktarhóp fyrir alla sem líður illa. Ólafía segir samfélagið í Reykjavík afar firrt, allir séu í sínu horni og hugsi ekkert um náungann. Það sé hinsvegar leið út úr öllum ógöngum.
„Ég held að það séu ofsalega margir úti í samfélaginu sem líður illa en geta ekkert leitað," segir Ólafía Ragnarsdóttir sem hefur ásamt fleirum stofnað sjálfsstyrktarhópinn og líknarsamtökin Höndina. Hópurinn mun hittast í fyrsta skiptið næsta þriðjudag, þann 8. nóvember í Áskirkju.
„Til okkar verða allir velkomnir," segir Ólafía og bætir við að sama sé hvort um andleg eða líkamlega vanlíðan sé að ræða. „Félagsskapurinn verður ekki bundinn við ákveðið vandamál heldur getur hver sem er sem líður illa eða hefur áhuga á samræðum um fólk og tilfinningar mætt til okkar.“
Geðræn vandamál frá unglingsárum
Ásamt Ólafíu er Eyjólfur Magnússon Scheving forsprakki Handarinnar en hann er lærður atferlisfræðingur. „Eyjólfur er móðurskipið í þessu og mun stjórna fundunum,“ segir Ólafía og bætir við að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða allt frá unglingsárunum og að Eyjólur hafi hjálpað henni mikið en Ólafía er orðin nokkurn veginn frísk í dag.
Lífsgæðakapphlaupið allsráðandi
„Ég veit alveg hvernig það er að einangrast vegna sjúkdómsins og upplifa mikinn einmanaleika. Í rauninni held ég að eini tilgangurinn með vanlíðaninni sé að geta orðið einhverjum öðrum að liði og þannig nýtt reynslu sína til að hjálpa öðrum sem eru að ganga í gegnum það sama. Samfélagið hér í Reykjavík er orðið afar firrt. Hér er hver í sínu horni á meðan þeir veikburða, eins og fíklar og geðsjúkir, verða einfaldlega undir. Peningahyggjan er orðin svo mikil, það gengur allt út á að ota sínum tota og koma sér áfram í lífsgæðakapphlaupinu. Þeir sem ekki geta tekið þátt verða einfaldlega undir og gleymast. Það er hinsvegar til leið út úr öllum ógöngum til góðrar líðanar," segir Ólafía að lokum.


Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
