top of page
Andlát

 

Okkar kæri félagi, Magnús Briem, lést 8. október sl. og var jarðsunginn frá Grensáskirkju hinn 19. okt. 2016. Magnús var fæddur 12. ágúst 1944. Hann var góður félagi Handarinnar og er hans sárt saknað.

 

 

 

 

 

 

Kær félagi okkar, Agnar Már Ólafsson, lést 7. júlí 2016 og var jarðsunginn frá Borgarneskirkju 19. júlí. Hann var fæddur 4. apríl 1944. Agnars er sárt saknað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kær félagi okkar, Þorvarður Sigurgeirsson, Doddi, lést 10. febrúar 2016 og var jarðsunginn í kyrrþey 18. mars 2016. Hann var fæddur 31. júlí 1944. Doddi  var mjög virkur í sjálfstyrkingu Handarinnar.

Hans er sárt saknað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðmundur Sigurbergsson, félagi í Höndinni, f. 23. oktober 1937, d. 19. febrúar 2015. Útför Guðmundar fór fram 2. mars 2015.

Blessuð sé minning hans.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gísli Ögmundsson, félagi okkar í Höndinni, fæddist 4. desember 1951. Hann lést 29. september 2014. Útför Gísla fór fram 8. október 2014.

Hann var okkur mikill harmdauði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jónína Vilborg Ólafsdóttir félagi Handarinnar, fædd 10. nóvember 1952, lést þann 19. maí 2014 og var jarðsungin 30. maí.

Jónína vann mjög óeigingjarnt starf í þágu Handarinnar, hún fékk viðurkenningu frá Höndinni 2013. 

Blessuð sé minning þessarar mætu konu. 

 

 

 

 

 

Skjólstæðingur okkar Hildur Lovísa Ólafsdóttir er látin, hún var jarðsungin þann 13. ágúst 2013. Hún var fædd 27. júní 1945 en lést 7. ágúst 2013.

 

 

 

 

Þann 1. nóv. 2010 lést bókarinn okkar Sigurður Magnús Jónsson, aðeins fimmtíu og þriggja ára að aldri, f. 18. mars 1957. Útför hans var gerð 11. nóvember.

Jafnframt því að vera góður starfsmaður var hann einnig mikill félagi og vinur okkar sem störfuðu með honum. Hann var okkur mikill harmdauði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gunnar Dal (Gunnar Halldór Sigurðsson) rithöfundur og heimspekingur var heiðursfélagi Handarinnar. Gunnar var fæddur 4. júní 1923, hann lést 22. ágúst 2011 og var jarðsunginn í Neskirkju þann 29. ágúst 2011.

 

bottom of page