top of page
Umsagnir um Höndina
Unnur Magnúsdóttir 

Deildarstjóri 2-B

Hrafnistu

Hafnarfirði

 

Helga Hallbjörnsdóttir, kt 200251-2109, hefur komið hingað á deild 2-B alltaf öðru hvoru í heimsókn til Erlu Karelsdóttur sem hefur verið heimilismaður hér frá 23.11.2011 og farið með hana í Kringluna nokkrum sinnum og haft ofan af fyrir henni.

 

 

 
 
 
Dagrún og Guðmundur

 

Komið sæl Eyjólfur og Helga

 

Mig langar til að þakka fyrir viðtalið hjá Eyjólfi sem Hann Steinn sonur okkar fór í til Eyjólfsí júní Forssaga þess að við leituðum til ykkar er sú að við höfðum heyrt hve gott starf hefur verið unnið í félaginu Höndinni. Steinn sonur okkar er ósöp venjulegur strákur. Hann er 15 ára, lífsgaður félagslyndur og algjör reglumaður. En fyrir rúmu ári fór hann að fá alvarleg kvíðaköst, sem ekki var hægt að tengja við neitt. Við stóðum ráðþrota, en vorum svo lánsöm að fá lækinishjálp fyrir hann, af fagfólki. Steinn fór í tíma hjá lækni og sálfræðing, og heldur fór kvíðinn halloka. Þá voru líka reynd lyf. Það dró úr einkennunum en þetta loddi samt við. Alltaf þessi ónot. Árángur í skóla, á niðurleið, og nú fór félagsfælni að gera vart við sig líka. Sonur okkar, var því á leið á stað sem fæstir foreldrar, vilja sjá börn sín lenda á. Við sem erum foreldrar hanns erum hlynnt því að ungt fólk taki sem minnst af geðlyfjum. Þó við vitum að það getur verið nauðsynlegt í ákveðinn tíma. Við viljum að gengið sé hægt um gleðinnar dyr í því efni. Nú í vor og sumar virtist sem veikindin væru að færast í aukana. Hann gat ekki farið í vinnuskólann og hvað var þá til ráða ?

 

Jú að hafa samband við ykkur ó Höndinni og fá viðtal hjá atferlisfræðingnum Eyjólfi. Það var ótrúlegur árangur á stuttum tíma. Greiningin var að þetta væri, eftirköst eftir náttúruhamfarir og skelfilega upplifun þeim tengdum fyrir nokkrum árum. Sem ekki var unnið úr. Sonur okkar er að vinna í því og hann er farinn að vinna og þegar þetta er skrifað er hann í heimsókn hjá vinum sínum sem hann hefur ekki heimsótt í hálft ár. Þetta er áfangasigur og við erum vongóð um framhaldið.

 

Það skiptir svo miklu að fá greiningu svo hægt sé að gera það sem þarf.

Takk fyrir okkur við erum vongóð um framhaldið.

 

Kveðjur, Dagrún og Guðmundur

 

 

 

 
 
Bergþór G. Böðvarsson

Fulltrúi notenda geðsviðs LSH

 

Ég undirritaður starfa sem fulltrúi notenda á geðsviði Landspítalans.

Markmið þessa starfs er að bæta ímynd og þjónustu spítalans með því að hlusta á raddir sjúklinga og efla samvinnu við notendur og úrræði sem nýtast þeim vel.

Eitt þessara úrræða eru mannúðar- og mannræktarsamtökin sem hafa hjálpað mörgum sem ég hef talað við og aðstoðað í mínu starfi.

Það sem kannski hefur háð Höndinni er að vera ekki í eigin eða leigu húsnæði alla virka daga, en kannski er það bara gott því það kostar mikið að reka húsnæði. Þau hafa unnið þetta vel og ég veit að Helga Hallbjörnsdóttir, starfsmaður Handarinnar, hefur stutt og hjálpað mörgum með því að leyfa þeim að hringja í heimasímann sinn og fara heim til fólks sem þarf aðstoð eða á öðrum stuðningi að halda.

Helga hefur líka hjálpað mér og okkur hér á geðsviði með því að koma reglulega með kynningar hingað inn á deildir og fyrir það eru margir sjúklingar og starfsmenn ánægðir því nóg er talað um aðgerðaleysi á deildunum.

Ef greiðslur til Handarinnar eiga að skerðast þá er ég illa svikinn og tel að hér sé vegið þungt að þeim sem minna mega sín vegna veikinda og/eða þjóðfélagsstöðu sinnar.

 

Virðingarfyllst,

Bergþór G. Böðvarsson

Fulltrúi notenda geðsviðs LSH

 

 

 

 
 
 
Áslaug Daníelsdóttir

 

Til þeirra er málið varðar.

 

Ég undirrituð hef sótt fundi hjá sjálfshjálparsamtökunum Höndinni í rúm tvö ár. Ég mæti á fundi í neðri sal Áskirkju á miðvikudögum kl. 17:45 – 18:45.

 

Ég hef átt við þunglyndi að stríða í mörg ár og hef verið í viðtölum hjá geðlækni vegna þess. Eitt af mínum vandamálum er félagsfælni. Fundirnir hjá Höndinni hafa hjálpað mér gríðarlega. Þar hef ég fengið tækifæri til að tjá mig í hóp og hlusta á aðra sem eru að glíma við svipaða erfiðleika. Það hefur gefið mér smátt og smátt aukið sjálfstraust sem hefur færst yfir á aðra þætti í mínu lífi og er ég t.d. í fullu starfi sem ég vil þakka þessum stuðningi sem ég fæ.

 

Helga Hallbjörnsdóttir, starfsmaður Handarinnar, veitti mér ómetanlegan stuðning þegar ég var að taka mín fyrstu skref í að þora að mæta á fundina. Fyrir félagsfælna manneskju er það ekki auðvelt að sækja fundi út í bæ með öðru fólki.

 

Helga hringdi í mig í hverri viku og ég fékk að koma á hennar heimili til að ræða málin.

 

Helga ásamt öðrum félögum mínum í Höndinni eru orðin hluti af mínu lífi og það skiptir mig miklu máli að geta hitt þau einu sinni í viku og farið yfir stöðuna. Það yrði mikill missir fyrir mig ef starf Handarinnar yrði lagt niður.

 

Með vinsemd og virðingu,

Áslaug Daníelsdóttir

 

 

 

 

 

 
 
Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir

 

Ég undirrituð staðfesti hér með eftirfarandi: Félagsskapurinn Höndin sem Helga Hallbjörnsdóttir og Eyjólfur hafa stýrt af mikilli nærfærni við fólk sem á í félagslegum vandamálum. Þau hafa stutt mig með ýmsum hætti og margt annað fólk sem þau fara heim til og aðstoða og fara jafnvel inn á geðdeildir og sinna þörfum fólks sem hafa ekki ættingja eða aðra til þess. Þau hafa mikla reynslu af því að starfa með fólki sem þjáist af ýmissi geðveiki og nú þegar borg og ríki skera allt niður má ekki skera niður þessa starfsemi því hún er stór hluti sjálfboðavinna og bara 1 launað starf. Staðfesti ég hér með að Helga hefur gert mikið í þessum efnum og aðstoðar fólk sem á í erfiðleikum af alvarlegu tagi og hefur hjálpað til að koma þeim undir læknishendur.

 

Virðingarfyllst,

Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir

Vogatungu 59, 200 Kópavogi

 

 

 

 

 
 
Guðmundur Sigfússon

 

Ég heiti Guðmundur Sigfússon, sl. tvö og hálft ár hefur Helga í Höndinni heimsótt mig einu sinni í viku, ég er feiminn og hlédrægur og ég hef líka átt við fælni að stríða.

Mér finnst þægilegt að fá Helgu í heimsókn, hún hefur hjálpað mér.

 

Guðmundur Sigfússon

Grundartangi 38 

 

 

 

 

 
 
Birna Birgisdóttir

 

Ég heiti Birna Birgisdóttir og hef verið í Höndinni – mannræktar- og mannúðarsamtök, undanfarin ár.

Ég hef sótt þar sjálfstyrkingarfundi í hverri viku. Þessir fundir hafa hjálpað mér mikið. Ég hef verið að berjast við þunglyndi undanfarin ár. Til Handarinnar hef ég sótt styrk og hvatningu. Í dag eru þessir fundir mér ómissandi þáttur í tilverunni.

Helga Hallbjörnsdóttir hefur stýrt þessum fundum með miklum sóma.og hjálpað mörgum með sinni kærleiksríku framkomu og umhyggju. Eins hefur Helga heimsótt mig oft á geðdeild.

 

Virðingarfyllst,

Birna Birgisdóttir

 

 

 

Unnur Magnúsdóttir
Birna Birgisdóttir
Dagrún og Guðmundur
Bergþór G. Böðvarsson
Áslaug Daníesldóttir
Jóhanna Lovísa
Guðmundur Sigfússon
doc00354620181123080859-page-001.jpg
bottom of page