Útrétt hjálparhönd
Morgunblaðið
7. júní 2007
eftir Helgu Hallbjörnsdóttur
Helga Hallbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 1951. Hún lauk gagnfræðaprófi af verslunardeild Hagaskóla og hóf í framhaldinu störf við Landsbanka Íslands þar sem hún starfaði í 22 ár, fyrst við afgreiðslu og síðar sem gjaldkeri og við víxladeild. Þá hefur hún starfað sem verslunarstjóri. Helga hefur setið í stjórn Handarinnar frá ársbyrjun 2007. Hún er þriggja barna móðir.
Mannúðar- og mannræktarsamtökin Höndin tóku til starfa í árslok 2005. Samtökin bjóða upp á margskonar aðstoð við þá sem eiga undir högg að sækja og standa einnig fyrir fræðslu og umræðu.
Höndin svarar fyrirspurnum allan sólarhringinn.
695-9104 (Helga)
899-0345 (Eyjólfur, eftir hádegi)
Helga Hallbjörnsdóttir situr í stjórn Handarinnar: „Samtökin hafa það að markmiði að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Meðal þeirra sem hafa notið góðs af starfi Handarinnar er fólk sem orðið hefur fyrir missi, gengið í gegnum skilnað, gjaldþrot og ýmsar aðrar raunir,“ útskýrir Helga. “Kjarninn í starfi Handarinnar er sjálfstyrkingarhópar sem hittast vikulega. Áður en fólk tekur þátt í hópstarfi bjóðum við upp á einstaklingsráðgjöf, en hóparnir eru lokaðir og persónulegir þar sem allir fá að taka til máls og fullur trúnaður ríkir innan hópsins. Að auki koma sjálfboðaliðar Handarinnar í heimsókn til þeirra sem þess óska, t.d. ef fólk glímir við félagslega einangrun og einmanaleika.“
Allir velkomnir
Allt starf Handarinnar er unnið í sjálfboðavinnu: „Mikil sameining og samkennd ríkir í hópnum, og tökum við vel á móti öllum sem leita til okkar,“ segir Helga. „Þjónustan er ókeypis, utan að innheimt er 2.000 kr. árgjald sem ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá fellt niður.“
Helga segir starfið síðustu tvö ár tvímælalaust hafa skilað miklum árangri en Höndin er nú með yfir 100 félaga. „Við stöndum fyrir málþingum um áríðandi málefni á hverju misseri, og höfum við m.a. haldið þing undir yfirskriftinni „Engin skömm að þunglyndi“ og „Eiturlyf – eru þau einkamál?“ þar sem framúrskarandi aðilar flytja framsögu,“ segir Helga. „Í haust verður dagskráin þétt skipuð og verður fyrsta málþingið 18. september: „Kleppur er víða“ þar sem Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Héðinn Unnsteinsson sérfræðingur í stefnumótun á geðheilbrigðissviði ræða m.a. um sýnileika geðsjúkdóma.“
Þeir sem leita vilja aðstoðar Handarinnar geta haft samband í síma 899 0345 (Eyjólfur e. hád.), 568 9399 (Ólafía) og 695 9104 (Helga).
Athugasemd: Höndin innheimtir ekki lengur nein félagsgjöld. Allt starf er sjálfboðavinna og félagið er eingöngu fjármagnað með opinberum styrkjum.

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
