top of page
Eru fíkniefni einkamál?

 

 

Fréttablaðið

3. október 2006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í kvöld verður málþing haldið í neðri sal Áskirkju kl. 20:30 til að vekja athygli á þeim vaxandi vanda sem eiturlyfjaneysla er orðin á Íslandi.

 

„Með þessu málþingi erum við að vekja athygli á fíkniefnavandanum og ræða hvernig vinna megi bug á honum,“ segir Eyjólfur Magnús Scheving, kennari og meðlimur í alhliða mannúðar- og mannræktarsamtökunum Höndinni, sem hefur það að meginmarkmiði að liðsinna þeim sem leita eftir andlegri eða líkamlegri hjálp.

 

Málþingið er einmitt hluti af fundahaldi sem samtökin standa fyrir, þar sem hin ýmsu þjóðfélagsmál hafa verið og verða tekin fyrir, svo sem kynferðisafbrot gegn börnum, átröskunarsjúkdómar, sjálfstraust og leiðir til betra lífs.

 

Að sögn Eyjólfs munu þjóðþekktir einstaklingar á borð við Mumma úr Mótorsmiðjunni og Njörð P. Njarðvík taka til máls á fundinum í kvöld og miðla af reynslu sinni af baráttunni við eiturlyf. Ólafur Guðmundsson frá fíkniefnadeild lögreglunnar verður einnig með innlegg í umræðuna. Fundarstjóri er séra Karl V. Matthíasson.

 

„Að því loknu verða opnar umræður, þar sem öllum er frjálst að taka til máls,“ segir Eyjólfur enn fremur. „Ég vonast til að sjá sem flesta foreldra, uppalendur og aðra aðstandendur barna enda snertir þetta málefni okkur öll, þar sem fíkniefni flæða nú til landsins sem aldrei fyrr, þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna um fíkniefnalaust land árið 2000.“

 

Eyjólfur segist sjálfur hafa orðið var við aukna eiturlyfjaneyslu í starfi sínu sem kennari og finnst erfitt að horfa upp á hversu illa hefur gengið að kveða þennan bölvald niður. Hann vonast til að málþingið í kvöld verði til þess að hleypa nýju blóði í umræðuna og eigi eftir að skila einhverjum niðurstöðum.

 

roald@frettabladid.is

 

   Til baka  

bottom of page