top of page
Starf Handarinnar

 

Heimsóknir og þjónustustarf

 

Stjórnendur og starfsmenn Handarinnar fara í heimahús og liðsinna þeim sem ekki eiga heimangengt, bjóða upp á viðtöl og hjálp vegna veikinda, fjárghagsvanda og hvers konar áfalla,og fólki sem glímir við félagslega einangrun og einmanaleika. Sinna starfsmenn gjarnan samskiptum við opinbera aðila, t.d. skattinn, Tryggingastofnun, Sjúkratryggingar, banka o.fl

 

Höndin býður uppá fjárhagsstuðning, einstaklingsviðtöl, símaþjónustu, heimsóknir, kynningar á geðheilbrigði, ráðgjöf, málþing og margt fleira. Flest okkar fólk vinnur í sjálfboðavinnu en kostnaður er mikill.

 

 

Sjálfstyrking

 

Sjálfstyrkingarfundir Handarinnar eru á miðvikudögum kl.17:45, í neðri sal Áskirkju.

Allir velkomnir.

 

 

Gönguhópur

 

Höndin heldur úti gönguhópi sem mætir á mánudögum kl. 12.30. Hópurinn hittist við Grillhúsið Sprengisandi á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.

Gengið er í um 45 mínútur.

Göngustjóri er Kjartan Bjarnason, sími 662-4478.

Allir velkomnir.

 

 

Málþing

 

Höndin leitast við að halda málþing um efni sem snerta starf félagsins. Hafa m.a. verið haldin málþing um geðhvörf, kvíða og þunglyndi.

   Lesa meira...

 

Jólafundir

 

Höndin efnir til sérstakra hátíðafunda um jólin. Eru iðulega haldin nokkur erindi um knýjandi málefni og rithöfundar fengnir til að lesa úr verkum sínum.

Viðurkenningar Handarinnar eru afhentar við þessi tækifæri.

   Lesa meira...

 

 

 

Samstarfsaðilar

 

Höndin er í samsarfi við ýmis félög svo sem SÁÁ og Geðhjálp.

Höndin hefur það einnig að markmiði að halda uppi gagnrýnni þjóðfélagsumræðu um velferðarmál og það sem er ofarlega á baugi hverju sinni.

bottom of page