top of page
Afmælishátíð Handarinnar

 

 

Haldið var upp á 10 ára starfsafmæli Handarinnar 4. nóvember 2015, en Höndin var stofnuð í nóvember 2005.

 

Um 150 manns mættu á afmælisskemmtunina og var hún einstaklega vel heppnuð.

Viðurkenningar Handarinnar voru veittar. Ríkisskattstjóri fékk viðurkenningu í flokki stórra fyrirtækja fyrir skilning á högum þeirra sem minna mega sín; Efnalaugin Drífa í flokki minni fyrirtækja fyrir stuðning við félagið og skjólstæðinga þess; og Ómar Hjaltason læknir fékk viðurkenningu sem einstaklingur ársins fyrir mannrækt og mannúð gagnvart skjólstæðingum Handarinnar.

 

Höndin þakkar stuðninginn í gegnum árin!

 

Fundarstjóri var Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson sem fór á kostum. 

Karlakór Kjalnesinga flutti nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra.

Viðurkenningar voru veittar fyrir vel unnin störf að mati Handarinnar: með Helgu Hallbjörnsdóttur formanni standa frá vinstri Ómar Hjaltason læknir, Arna Gunnarsdóttir fyrir  hönd Efnalaugarinnar Drífu og loks fulltrúi Ríkisskattstjóra.

Einnig fengu félagar í Höndinni viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Í pontu er Eyjólfur Magnússon Scheving en aðrir eru frá vinstri: Bjarni Ólafsson, Ingþór Jónsson, Kristín Haraldsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir.

Eyþór Eðvarðsson flutti frábæran fyrirlestur, „Hamingja, himnaríki og helvíti“.

bottom of page