Afmælishátíð Handarinnar
Haldið var upp á 10 ára starfsafmæli Handarinnar 4. nóvember 2015, en Höndin var stofnuð í nóvember 2005.
Um 150 manns mættu á afmælisskemmtunina og var hún einstaklega vel heppnuð.
Viðurkenningar Handarinnar voru veittar. Ríkisskattstjóri fékk viðurkenningu í flokki stórra fyrirtækja fyrir skilning á högum þeirra sem minna mega sín; Efnalaugin Drífa í flokki minni fyrirtækja fyrir stuðning við félagið og skjólstæðinga þess; og Ómar Hjaltason læknir fékk viðurkenningu sem einstaklingur ársins fyrir mannrækt og mannúð gagnvart skjólstæðingum Handarinnar.
Höndin þakkar stuðninginn í gegnum árin!

Fundarstjóri var Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson sem fór á kostum.

Karlakór Kjalnesinga flutti nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra.

Viðurkenningar voru veittar fyrir vel unnin störf að mati Handarinnar: með Helgu Hallbjörnsdóttur formanni standa frá vinstri Ómar Hjaltason læknir, Arna Gunnarsdóttir fyrir hönd Efnalaugarinnar Drífu og loks fulltrúi Ríkisskattstjóra.

Einnig fengu félagar í Höndinni viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Í pontu er Eyjólfur Magnússon Scheving en aðrir eru frá vinstri: Bjarni Ólafsson, Ingþór Jónsson, Kristín Haraldsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir.

Eyþór Eðvarðsson flutti frábæran fyrirlestur, „Hamingja, himnaríki og helvíti“.

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
