Lög Handarinnar

 

samþykkt á aðalfundi 16. júní 2016

 

Lög Handarinnar

1. gr.

Félagið heitir Höndin, mannúðarsamtök.

 

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

 

3. gr.

Tilgangur félagsins er samhjálp og mannrœkt.

 

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með fundahöldum, viðtölum og aðstoð.

 

5. gr.

Allir eiga þess kost að ganga í félagið, án félagsgjalda.

 

6. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum. Stjórnarmenn skulu kosnir til 1 árs í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Daglega umsjón félagsins annast stjórnarformaður. Firmaritun félagsins er í höndum stjórnarformanns og ritara, hvors um sig.

 

7. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega sitja aðalfundi.

 

8. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði félagsins skal varið í samrœmi við tilgang félagsins.

 

9. gr.

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á stjórnarfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til annarra hjálparsamtaka.

 

 

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 27. desember 2005 og öðlast gildi frá þeim tíma. Breytingar á þessum lögum voru samþykktar á aðalfundi 16. júní 2016.

Fyrirtæki ársins 2012

Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns

Fyrirtæki ársins 2009

Fyrirtæki ársins 2011

Fyrirtæki ársins 2010

Heimilistæki

Fyrirtæki ársins 2014

Fyrirtæki ársins 2013

Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:

Banki: 0114 – 26 – 020106

Kennitala: 520106-0570

Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.

Endilega hafið samband.

Fyrirtæki ársins 2015