top of page
Höndin heldur málþing um ýmis málefni
Málþing nóv. 2008
Málþing apríl 2007
Málþing mars 2009
Málþing mars 2008
Málþing nóv. 2007
Málþing mars 2007
Málþing okt. 2007
Málþing feb. 2007
Málþing 17. mars 2010

 

Málþingið fjallaði um samskipti kynjanna.

 

Dr. Sölvína Konráðs, doktor í ráðgefandi sálfræði, heldur fyrirlestur.

Strætókórinn syngur nokkur lög undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

Fundarstjóri Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
Málþing 11. mars 2009

 

Málþingið fjallaði að þessu sinni um málefnið Geðhvörf.

 

Staðsetning í Áskirkju, neðri sal.

 

Frummælendur voru:

 

Einar Guðmundsson geðlæknir, sem talaði um sjúkdóminn geðhvörf.

Margrét Eiríksdóttir flutti erindi um reynslu fólks með geðhvörf.

 

Fundarstjóri var Siv Friðleifsdóttir alþingiskona.

 

Helga Hallbjörnsdóttir setti fundinn.

 

Góður rómur var gerður að framlagi Einars og Margrétar og gestir tóku virkan þátt í umræðum í lok málþingsins.

Málþing 12. nóvember 2008

 

Málþing Handarinnar í Áskirkju 12. nóvember 2008 var afar vel heppnað. Yfirskrift þingsins var Af erfiðleikunum vex maður og þar hafði framsögu Friðrik Pálsson hóteleigandi og fv. forstjóri Símans og SÍF. 

 

Eyjólfur Magnússon Scheving flutti ávarp.

 

Fundarstjóri var Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingiskona, sem stýrði af mikilli röggsemi og lagni.

 

Hörður Torfason listamaður flutti stutt ávarp.

Friðrik ræddi um áfallið sem hann varð fyrir þegar hann missti eiginkonu sína, Ólöfu Pétursdóttur, en Ólöf féll af hestbaki í september 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún lést af áverkum sínum 20. mars síðastliðinn, eftir hetjulega baráttu.

 

Friðrik sagði fundargestum af einlægni frá tilfinningum sínum og viðbrögðum við slysinu, og því sem á eftir fór. Hann dró ekki úr áfallinu, en sló einnig á létta strengi og undirstrikaði hversu gleðin væri mikilvæg í öllum aðstæðum. Ólöf sjálf hefði verið mikill gleðigjafi í veikindum sínum og fólk sóst

eftir að heimsækja hana og alltaf farið ríkari af þeim fundi.

 

Kraftur og bjartsýni Friðriks smitaði út frá sér oggerði fundarmönnum gott.

 

Hörður Torfason stiklaði á stóru um æviferil sinn sem hefur ekki alltaf verið auðveldur en undirstrikaði eins og Friðrik að gleðin væri sterkasta aflið til að vinna bug á erfiðleikum.

 

Gestir fundarins báru fram fjölda spurninga og efnahagsástandið og reiðin í þjóðfélaginu voru meðal umræðuefna.

Allir voru sammála um að reiði væri réttmæt og eðlileg tilfinning þegar áföll dynja yfir, en mikilvægt væri að festast ekki í reiðinni.

Hana þyrfti hinsvegar að virkja til góðra verka. 

Og til að undirstrika gleðina enduðu gestir fundinn með samsöng undir stjórn Harðar, sammála um að söngurinn göfgaði og glæddi og nú þegar syrti í álinn væri mikilvægt að ástunda allt sem gerði sálinni gott. 

Málþing 4. mars 2008

 

Yfir tvöhundruð manns mættu á málþing Handarinnar um kvíða, þriðjudaginn 04. mars 2008.

 

Brjánn Á. Bjarnason geðlæknir, flutti erindi um einkenni, orsök, afleiðingar og úrræði við kvíða.

 

Bryndís Edda Eðvarðsdóttir blaðamaður stýrði fundi en hún flutti einnig framsögu um kvíða.

 

Eins og frummælendur sögðu, þá er kvíði oft vangreindur og því mikil þörf fyrir að opna umræðu um þennan sjúkdóm.

 

Að loknum framsögum vöknuðu margar spurningar í salnum og urðu fjörlegar umræður. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Má segja að niðurstöður fundar væru að kvíði getur litað líf fólks alla ævi.

Bryndís vildi ítreka þau úrræði sem hún hefur leitað til: 


www.hlutverkasetur.is, atvinnuleg endurhæfing
www.persona.is, sálfræðingar
www.hugarafl.is, samtök fólks í bata
www.landspitali.is, Hvítabandið og fleira
www.hondin.is, sjálfstyrking, persónuleg viðtöl og sjálfboðastarf

 

Höndin þakkar góðar viðtökur.

Málþing 7. nóvember 2007
 

Jákvætt sjálfstraust - leið til betra lífs

 

Framsögumenn

Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar

Svafa Grönfeldt aðstoðarforstjóri Actavis

 

Að loknum framsögum voru opnar umræður

 

 

 

 

 

 

 

 
Málþing 17. apríl 2007

 

Málþing Handarinnar í Áskirkju þriðjudagskvöldið 17. apríl var undir yfirskriftinni Húmar að kveldi, lifum lífinu lifandi.

 

Það var einstaklega vel heppnað. Þar var fróðleikur í bland við skemmtun og þeir um það bil 150 sem mættu í kirkjuna voru afar ánægðir með kvöldið. Vinabandið lék létta tónlist fyrir fundinn og kom fundargestum í hátíðarskap strax í upphafi.

 

Þórir Guðbergsson stýrði fundinum af röggsemi en hann hefur sem kunngugt er sinnt málefnum aldraðra í áratugi sem kennari og félagsráðgjafi.

Guðrún Jónsdóttir hjá félagsstarfi Gerðubergs talaði um starfið í Gerðubergi, sem hefur vaxið og dafnað á undanförnum áratugum, en hún lagði áherslu á að stöðugleiki í starfsmannahaldi væri mikilvægur.

 

Áður en kirkjugestir fengu hlé til að fá sér kaffi og kökur kom Helgi Seljan, fyrrverandi þingmaður, í ræðustól og fór á kostum. Hann fór með ljóð og gamanmál og nokkrir gesta sáu sig knúna til að bæta við nokkrum bröndurum áður en kaffihléð hófst.

 

Eftir kaffið hélt hin síunga Guðrún Nielsen íþróttakennari fyrirlestur um hvernig best væri að búa sig undir efri árin með líkamsrækt og var sjálf lifandi dæmi um hversu mikilvæg hreyfing er fyrir skrokkinn. Hún hoppaði um eins og táningur þrátt fyrir að vera orðin 84 ára gömul, þráðbein í baki og kvik í hreyfingum. Hún lagði sérstaka áherslu á umhirðu fóta og hvernig öll hreyfing er af hinu góða.

 

Fulltrúar nokkurra stjórnmálaflokka mættu og Ásta R. ávarpaði fundinn fyrir hönd Samfylkingar.  

 

Sigurður Jónsson var með fallega hugleiðingu í lok fundar, en eftir hugleiðinguna steig Vinabandið aftur á svið og tók nokkur lög. Gestir málþingsins tóku vel undir sönginn og allir fóru glaðir í bragði og vongóðir út í vorkvöldið þegar málþinginu lauk.

Málþing 6. mars 2007

 

 

Yfirskrift málþingsins var Lífsgleði njóttu - lífið er dásamlegt

 

Framsögumenn voru

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur

 

Fundarstjóri Páll Eiríksson geðlæknir


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
Málþing 6. febrúar 2007

 

Málþing Handarinnar var að þessu sinni undir yfirskriftinni Það er engin skömm að þunglyndi. Fundurinn var haldinn í Áskirkju og var fullt út úr dyrum. 170 manns mættu á fundinn sem var afar vel heppnaður.

 

Framsögumenn voru:

Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands

Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Þjóðar gegn þunglyndi

Hylur Hörður Þóruson las ljóð.


Margir tóku til máls, bæði þeir sem hafa persónulega reynslu af þunglyndi og einnig aðstandendur. Það kom skýrt fram á fundinum að bæði sjúklingar og aðstandendur þurfa stuðning því oft mæta fordómar og skilningsleysi þessu fólki. Öllum bar saman um að samtöl, hlýja og virðing væri mikilvægustu þættirnir í meðferð á sjúkdómnum og því miður væru fordómar ekki minnstir í heilbrigðisstéttum.

 

Fölmargir félagar skráðu sig í Höndina og munu taka þátt í stuðningshópum Handarinnar í framtíðinni. Höndin fagnar þessum nýju liðsmönnum og hlakkar til að styðja þá og njóta reynslu þeirra í starfinu.

Rúmlega hundrað manns sóttu málþingið og framsögumennirnir fóru á kostum ásamt fundarstjóra. Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, sem einnig ætlaði að hafa framsögu á fundinum, komst ekki vegna veikinda og var sárt saknað.

 

Líflegar umræður voru úr sal og í lokin stóðu fundarmenn upp og sungu saman „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“.

 

Það var mál manna að fundurinn hefði verið lifandi og skemmtilegur og allir fóru heim léttari í skapi að fundi loknum.

Salbjörg Bjarnadóttir                    

Hylur Hörður Þóruson

Arna Schram

Málþing 3. október 2006

 

Málþingið var um leið fræðslufundur, haldið undir yfirskriftinni Eru fíkniefni einkamál? Hvað er til ráða?

 

Framsögumenn voru

Njörður P. Njarðvík sem flutti pistil

Ólafur Guðmundsson fulltrúi frá fíkniefnadeild lögreglunnar ræddi málin ásamt Mumma í Mótorsmiðjunni.

 

Séra Karl V. Matthíasson fundarstjóri. 

 

Að loknum framsögum voru opnar umræður.

Málþing mars 2010
bottom of page