top of page
Fréttir úr starfi Handarinnar

 

Samsæti fyrir vetrarstarfið

Miðvikudaginn 17. ágúst komu nokkrir stuðningsmenn Handarinnar saman heima hjá formanni félagsins, Helgu Hallbjarnardóttur, og Eyjólfi M. Scheving manni hennar og stofnanda félagsins. Voru um 20 manns þarna saman komin. Hannes Þór Ragnarsson tók nokkrar myndir sem fylgja hér með í myndasýningu. Var boðið upp á dýrindis veitingar sem gerður var góður rómur að.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur Handarinnar árið 2016

Aðalfundur Handarinnar árið 2016 var haldinn fimmtudaginn 16. júní að Vesturbergi 114, 111 Reykjavík, klukkan 18.00.

Á fundinum voru lagðir fram reikningar félagsins fyrir árið 2015 og voru þeir samþykktir. Ný lög voru samþykkt og má sjá þau hér.

Kosin var ný stjórn og skipa hana:

Helga Hallbjörnsdóttir, formaður

Kristinn Viðar Jónasson, gjaldkeri

Garðar Baldvinsson, ritari

Hannes Þór Ragnarsson

Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir.

Einnig voru kosnir tveir varamenn:

Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir

Guðmundur Kristjánsson.

Mannréttindaráð veitir viðurkenningu og styrki.

17. maí 2016 veitti Mannréttindaráð Reykjavíkur 20 styrki og eina viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf að mannréttindum. Athöfnin fór fram í Höfða og annaðist borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhendingarnar.Viðurkenningu mannréttindaráðs að þessu sinni fékk Þórunn Ólafsdóttir fyrir hjálparstarf í þágu flóttamanna á grísku eyjunni Lesbos. 20 einstaklingar og félagasamtök hlutu styrki og var Höndin í góðum félagsskap þar, en Helga Hallbjörnsdóttir formaður okkar tók við viðurkenningarskjali úr hendi borgarstjóra.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helga Hallbjörnsdóttir, formaður Handarinnar, tekur við viðurkenningarskjali úr hendi Magnúsar Más Guðmundssonar fyrir hönd Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Á milli þeirra er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Til hliðar er viðurkenningarskjalið sem Höndin hlaut.

 

 

Afmælishátíð Handarinnar 4. nóvember 2015

Haldið var upp á 10 ára starfsafmæli Handarinnar 4. nóvember 2015, en Höndin var stofnuð í nóvember 2005.

Um 150 manns mættu á afmælisskemmtunina og var hún einstaklega vel heppnuð.

Höndin þakkar stuðninginn í gegnum árin!

 

Höndin fær styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen 7. janúar 2015

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Höndinni styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Lesa má nánar um fréttina á vef Reykjavíkur hér.

 

Borgarstjóri sagði við afhendingu styrksins í Höfða að samtökin væru vel að styrknum komin. Höndin hafi unnið þarft verk í samfélaginu í gegnum árin og óskaði velfarnaðar í starfi.

 

Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars.

Styrkurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Höfða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá vinstri Valgarð Briem, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðmundur Kristjánsson og Helga Hallbjörnsdóttir formaður Handarinnar.

 

 

Jólafundur 2013

Fundurinn heppnaðist afar vel og heiðruðu vel á annað hundrað gestir okkur með komu sinni.

Brokk kórinn söng nokkur lög. Ari Eldjárn flutti gamanmál og fór á kostum. Jónína Leósdóttir las upp úr bók sinni, Við Jóhanna, en Guðni Ágústsson las upp úr bók sinni Guðni – léttur í lund. Fráfarandi formaður Handarinnar, Eyjólfur Magnússon Scheving, flutti ávarp.

Viðurkenningar Handarinnar hlutu að þessu sinni fyrirtæki ársins Síminn og einstaklingur ársins var valin Jónína Vilborg Ólafsdóttir  fyrir vel unnin störf í þágu Handarinnar.

Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju, flutti hugvekju.

 

Jólafundur 2012

Jólafundurinn heppnaðist vel.

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra stjórnaði fundinum af mikilli röggsemi.

Viðurkenningu Handarinnar að þessu sinni fékk fyrirtækið Brim, og þeir Guðmundur Kristjánsson í Brim, Þorvaldur Jónasson kennari og Hafþór Jónsson fyrrverandi kirkjuvörður í Áskirkju, fyrir ómældan stuðning við Höndina. Helga Hallbjörnsdóttir afhenti þær

 

Jólafundur 2011

Bjarni Ólafsson flugvirki og félagi í Höndinni setti fundinn.

Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar stýrði fundinum. Jóhannes Kristjánsson eftirherma fór með gamanmál.

Jón Kalman Stefánsson les úr nýútkominni bók sinni, Hjarta mannsins.

Hljómsveitin Upplyfting söng nokkur lög.

Sölvi Sveinsson skólastjóri sagði frá og skýrði út efni bókar sinnar, Tákn er lifandi hluti mannsins.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni í Áskirkju flutti hugvekju.

Á eftir var fjöldasöngur.

Jólafundurinn heppnaðist vel.

Viðurkenningar hlutu að þessu sinni Læknastöðin Glæsibæ og þau Bergþór Grétar Böðvarsson fulltrúi notenda á geðsviði LSH og Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir kennari og táknmálstúlkur fyrir mikinn stuðning við Höndina.

Helga Hallbjörnsdóttir afhenti viðurkenningarnar.

 

Jólafundur 2010

Jólafundurinn heppnaðist vel.

Birna Birgisdóttir þroskaþjálfi og félagi í Höndinni setti fundinn.

Viðurkenningu Handarinnar hlutu Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Hátúni 2 í flokki fyrirtækja og í flokki einstaklinga hlaut Kristín Jónsdóttir, húsnæðisfulltrúi Öryrkjabandalagsins, viðurkenningu.

 

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2009

Fréttablaðið  veitti Höndinni samfélagsverðlaun árið 2009 fyrir liðsinni við fólk sem orðið hefur fyrir áföllum. Tengill á frétt blaðsins er hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólafundur 2009

Jólafundurinn heppnaðist vel, söngur mjög fallegur og upplestur einnig.

Hugljúf og falleg jólahugvekja í lokin.

Kaffi og piparkökur

Birna Birgisdóttir þroskaþjálfi og félagi í Höndinni settifundinn.
Nokkrir félagar úr kór Áskirkju sungu jólalög undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.
Jón Júlíusson leikari les jólasögu.
Oddný Eir Ævarsdóttir las upp úr nýútkominni bók sinni Heim til míns hjarta.
Sólmundur Hólm Sólmundarson las upp úr viðtalsbók sinni um Gylfa Ægisson Sjúddírarírei.
Sr. Sigurður Jónsson prestur í Áskirkju flutti jólahugvekju.
Fundarstjóri var Vigdís Hauksdóttir alþingismaður.

Viðurkenningu Handarinnar starfsárið 2009 hlutu að þessu sinni Heimilistæki hf og Guðrún Blöndal, geðhjúkrunarfræðingur, fyrir frábær störf að umönnun.

 

Málþing 11. mars 2009

Málþingið fjallaði að þessu sinni um Geðhvörf.

Frummælendur voru:

Einar Guðmundsson geðlæknir, sem talaði um sjúkdóminn geðhvörf.

Margrét Eiríksdóttir flutti erindi um reynslu fólks með geðhvörf.

Fundarstjóri var Siv Friðleifsdóttir alþingiskona.

Helga Hallbjörnsdóttir setti fundinn.

Góður rómur var gerður að framlagi Einars og Margrétar og gestir tóku virkan þátt í umræðum í lok málþingsins.

 

Jólafundur 2008

Kvennakórinn Glæðurnar sungu jólalög og hituðu upp fyrir ræðumenn kvöldsins.

Sigmundur Ernir las uppúr nýrri bók sinni, Magnea. Án efa magnþrungin saga þar á ferð.

Ása Björk Ólafsdóttir, héraðsprestur ræddi um þakklætið.

Svo las Þráinn Bertelsson úr bók sinni, Ég ef mig skyldi kalla.

Að lokum flutti séra Bjarni Karlsson hugvekju.
Viðurkenningar Handarinnar voru veittar fyrir störf í þágu mannúðar. Að þessu sinni var viðurkenningin veitt til Halldórs Kára, frá Heimilistækjum og Höllu Vilborgar Jónsdóttur, frá Fréttablaðinu.

Fundinum stjórnaði Ellert B. Schram alþingismaður.

 

Málþing 12. nóvember 2008

Yfirskrift þingsins var Af erfiðleikunum vex maður og þar hafði framsögu Friðrik Pálsson hóteleigandi. 

Eyjólfur Magnússon Scheving flutti ávarp.

Fundarstjóri var Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingiskona, sem stýrði af mikilli röggsemi og lagni.

Hörður Torfason listamaður flutti stutt ávarp.

 

Fræðslufundur 23. október 2008

Fundurinn snerist um hið brýna málefni:

Ofbeldi gegn konum og börnum. Þjóðfélagsmein! Hvað er til ráða? 

Frummælendur:

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fjallar um heimilisofbeldi.

Sigríður Björnsdóttir, annar stofnandi samtakanna Blátt áfram, talar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, kynnir samtökin og úrræði sem eru í boði.

Fundarstjóri: Ólafía Ragnarsdóttir.

Að loknum erindum voru miklar umræður.

 

Kynning á Gestalt samtalsmeðferð 8. maí 2008

Hjónin Gústaf Edilonsson og Bergljót Valdís Óladóttir kynna

Gestalt samtalsmeðferð

Á heimasíðu þeirra hjóna, www.talasaman.is, segir:

„Það er hollt fyrir bæði fríska og veika að skoða sín mál. Ef þú átt við þunglyndi að stríða, þá getur verið gott að tala um hvernig þér líður, við Gestalt terapeut, sem mætir þér með virðingu, þar sem þú ert staddur/stödd tilfinningalega. Saman getum við skoðað leiðina áfram.“

Höndin hlakkar mikið til að fá þau Gústaf og Bergljótu til okkar og fá innsýn inní heim Gestalt, sem hefur, að sögn, gefið góða raun.

Fundarstjóri: Ólafía Ragnarsdóttir.

 

 

Málþing 4. mars 2008

Yfir tvöhundruð manns mættu á málþing Handarinnar um kvíða

Brjánn Á. Bjarnason geðlæknir, flutti erindi um einkenni, orsök, afleiðingar og úrræði við kvíða.

Bryndís Edda Eðvarðsdóttir blaðamaður stýrði fundi en hún flutti einnig framsögu um kvíða.

Eins og frummælendur sögðu, þá er kvíði oft vangreindur og því mikil þörf fyrir að opna umræðu um þennan sjúkdóm. 

Að loknum framsögum vöknuðu margar spurningar í salnum og urðu fjörlegar umræður. 

Má segja að niðurstöður fundar væru að kvíði getur litað líf fólks alla ævi.

Fræðslufundur um mannréttindi 14. febrúar 2008

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, hélt erindi um mannréttindabrot og stöðu mannréttindamála hér á landi. Einnig fræddi hún okkur um þau verkefni sem Íslandsdeildin er að vinna að í dag.

Fundarstjóri var Ólafía Ragnarsdóttir.
Að loknu erindinu var boðið upp á kaffi og umræður.

 

Erindi um Gísla sögu og samtímann 24. janúar 2008

Eyjólfur Magnússon Scheving, kennari, atferlisfræðingur og formaður Handarinnar, flutti erindið Gíslasaga Súrssonar og samtíminn

Fundarstjóri: Ólafía Ragnarsdóttir.

Að erindi loknu var boðið upp á kaffi og óformlegt spjall.

 

Jólafundur 11. desember 2007

Fyrsti jólafundur Handarinnar.

Bryndís Edda Eðvarðsdóttir setti fundinn. 

Frummælendur:

Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur

Eva María Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona.

Tuttugu konur úr Kvennakór Reykjavíkur sungu jólalög við undirleik Vignis Þórs Stefánssona en stjórnandi var Sigrún Þorgeirsdóttir.

Þráinn Bertelsson rithöfundur las úr nýútkominni bók sinni, Englar dauðans.

Margrét Svavarsdóttir djákni flutti jólahugvekju. 

Fundarstjóri var Helga Hallbjörnsdóttir.

Á eftir var boðið upp á kaffi og piparkökur.

 

Skemmtiþing Handarinnar 13. nóvember 2007

Höndin hélt Skemmtiþing sitt undir yfirskriftinni

Maður er manns gaman.

Fundarstjóri var Edda Jóhannsdóttir, blaðamaður.

Frummælendur:

Sigurður „Siggi Stormur“ Ragnarsson veðurfræðingur

Helgi Seljan fv. þingmaður.

Félagar úr lögreglukórnum tóku nokkur vel valin lög undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar.

Jón Júlíusson leikari las upp.

Að erindum loknum var boðið upp á kaffi og veitingar.

 

 

Málþing 7. Nóvember 2007

Jákvætt sjálfstraust - leið til betra lífs

Framsögumenn

Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar

Svafa Grönfeldt aðstoðarfjorstjóri Actavis

Að loknum framsögum voru opnar umræður

 

Málþing Handarinnar 16. október 2007

Eru skólamál barna og unglinga á villigötum?

Frummælendur

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi

Illugi Gunnarsson alþingismaður.

Fundarstjóri Eyjólfur Magnússon Scheving.

Fimm mínútna ávörp héldu Gísli Már Guðjónsson nemi, Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri, Harpa Sólbjört Másdóttir foreldri, og Ragnar Símonarson gullsmiður.

Að loknum erindum og ávörpum fóru fram fjörlegar umræður.

 

Fræðslufundur um geðheilbrigðismál 18. september 2007

Fræðslufundur á vegum Handarinnar undir yfirskriftinni

Kleppur er víða.

Tilefnið var hundrað ára afmæli Kleppsspítala á þessu ári.

Frummælendur:

Einar Már Guðmundsson rithöfundur

Héðinn Unnsteinsson sérfræðingur í stefnumótun á geðheilbrigðissviði.

Helga Hallbjörnsdóttir setti fundinn.

Fundarstjóri Áslaug Ragnars rithöfundur.

Að loknum fundi var boðið upp á kaffi og veitingar.

 

Málþing 17. apríl 2007

Málþing Handarinnar var undir yfirskriftinni

Húmar að kveldi, lifum lífinu lifandi.

Það var einstaklega vel heppnað. Þar var fróðleikur í bland við skemmtun og þeir um það bil 150 sem mættu í kirkjuna voru afar ánægðir með kvöldið. Vinabandið lék létta tónlist fyrir fundinn og kom fundargestum í hátíðarskap strax í upphafi.

Þórir Guðbergsson stýrði fundinum af röggsemi en hann hefur sem kunngugt er sinnt málefnum aldraðra í áratugi sem kennari og félagsráðgjafi.

 

Málþing 6. mars 2007

Yfirskrift málþingsins var Lífsgleði njóttu - lífið er dásamlegt

Framsögumenn:

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur

Fundarstjóri Páll Eiríksson geðlæknir

 

Málþing 6. febrúar 2007

Málþing Handarinnar var að þessu sinni undir yfirskriftinni

Það er engin skömm að þunglyndi.

Fundurinn var haldinn í Áskirkju og var fullt út úr dyrum. 170 manns mættu á fundinn sem var afar vel heppnaður.

Framsögumen voru:

Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands

Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Þjóðar gegn þunglyndi

Hylur Hörður Þóruson las ljóð.

Margir tóku til máls, bæði þeir sem hafa persónulega reynslu af þunglyndi og einnig aðstandendur. Það kom skýrt fram á fundinum að bæði sjúklingar og aðstandendur þurfa stuðning því oft mæta fordómar og skilningsleysi þessu fólki. Öllum bar saman um að samtöl, hlýja og virðing væri mikilvægustu þættirnir í meðferð á sjúkdómnum og því miður væru fordómar ekki minnstir í heilbrigðisstéttum.

Fjölmargir skráðu sig í Höndina og munu taka þátt í stuðningshópum Handarinnar í framtíðinni. Höndin fagnar þessum nýju liðsmönnum og hlakkar til að styðja þá og njóta reynslu þeirra í starfinu.

 

Fræðslufundur – Málþing 5. nóvember 2006

Höndin bauð til málþings undir yfirskriftinni

Jólakvíðinn

Á fundinum var meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum:

Er jólakvíðinn fylgifiskur jóla eða bábilja – hvað er til ráða? 

Fundurinn er liður í fyrirlestraröð Handarinnar.

Eru jólin hátíð barnanna eða helsi einstaklinga og fjölskyldna þeirra?

Frummælandi er Jóhannes Jónsson í Bónus

Páll Eiríksson geðlæknir flytur hugleiðingu

Séra Sigurður Jónsson flutti erindið „Jólin koma!“

Fundarstjóri var Kári Eyþórsson, ráðgjafi.

 

Málþing 3. mars 2006

Málþingið var um leið fræðslufundur, haldið undir yfirskriftinni

Eru fíkniefni einkamál? Hvað er til ráða?

Framsögumenn:

Njörður P. Njarðvík sem flutti pistil

Ólafur Guðmundsson fulltrúi frá fíkniefnadeild lögreglunnar ræddi málin ásamt Mumma í Mótorsmiðjunni.

Séra Karl V. Matthíasson fundarstjóri. 

 

Fundur um kjör öryrkja og ellilífeyrisþega í janúar 2006

Haldinn var fjölmennur fundur um Kjör örykja og ellilifeyrisþega,  þar sem Sigursteinn Másson, formaður Örykjabandalag Íslands, hafði framsögu 

 

Fundur um kynferðislega misnotkun í desember 2005

Höndin hélt fyrsta almenna fund sinn og fjallaði hann um kynferðislega misnotkun á börnum, en hugleiðingu um efnið flutti Thelma Ásdísardóttir Fundarstjóri var Eyjólfur Magnússon.

 

Fundur 22. nóvember 2005

Líknarfélagið Höndin – sjálfstyrkingarhópur hélt opinn fund í neðri sal Áskirkju.

Eyjólfur Magnússon Scheving leiddi fundinn og hélt framsögu.

Súsanna Svavarsdóttir rithöfundur flutti hugleiðingu.

Guðmundur Hauksson flutti erindið „Var – er“.

 

Stofnfundur í nóvember 2005

Eftir að hafa starfað um árabil við margvíslegan stuðning við fólk hafði Eyjólfur Magnússon Scheving safnað um sig fólki sem taldi nauðsynlegt að koma á fót félagsskap sem hefði víðari skírskotun og gæti liðsinnt fleira fólki sem ætti undir högg að sækja í samfélaginu. Var stofnfundur haldinn í nóvember 2005 og í fyrstu stjórn Handarinnar voru kosin:

Eyjólfur Scheving Magnússon stjórnarformaður,

Ingunn Ragnarsdóttir, meðstjórnandi

Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir, meðstjórnandi

Ólafía Guðrún Ragnarsdóttir, meðstjórnandi

Nanna H Ásgrímsdóttir, meðstjórnandi

Hannes Þór Ragnarsson, meðstjórnandi.

 

Voru samin drög að stefnuskrá sem er svohljóðandi:

 

Höndin er alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök sem leitast við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Höndin aðstoðar og liðsinnir þeim sem til hennar leita og hjálpar fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Höndin er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku. Kjörorð Handarinnar er: Leið til sjálfshjálpar, allir með.

 

Upphaf Handarinnar

A

Eyjólfur Magnússon Scheving stofnaði Höndina í september 2005 en starfið hófst í nóvember sama ár. Strax á fyrstu fundum fóru að mæta milli 20 og 30 manns.

 

Eyjólfur skýrði tildrög félagsins svo í viðtalinu „Hinn brotni reyr“ í Morgunblaðinu 5. mars 2006:

„TILDRÖGIN að stofnun þessara samtaka voru þau að ég var í samstarfi við Forma, sjálfshjálparhóp fólks með lystarstol,“ segir Eyjólfur Magnús Scheving, atferlisfræðingur og kennari. „Svo rann upp fyrir mér að það þyrfti að stofna samtök fyrir miklu stærri hóp sem líður bæði andlega og líkamlega fyrir sjúkleika, missi og sorg – Höndin er svar við þessu.“

 

 

B

Helga Hallbjörnsdóttir sagði þessa lýsandi sögu af tilurð samtakanna, í viðtali við Fréttablaðið 9. október 2013:

 

„Eyjólfur Magnússon Scheving, kennari og atferlisfræðingur, stofnaði Höndina ásamt nokkrum vinum sínum. Hann hafði verið á Reykjalundi og sá þar mann sem komst varla skrefið. Þessi maður þráði að komast í vinnu en taldi það vonlítið vegna heilsufars síns. Eyjólfur, sem er mikill mannvinur, gat útvegað honum starf. Þetta var upphafið að stofnun samtakanna þar sem nú eru á annað hundrað félagar.“

 

bottom of page