Höndin er alhliða
mannúðar- og mannræktarsamtök
Höndin er alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök.
Við leitumst við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar.
Við aðstoðum og liðsinnum, styðjum þá sem til okkar leita.
Við hjálpum fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs
eftir ýmis áföll og erum farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu,
bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku.
Höndin 15.ára 4.nóvember 2020
Hamingjuóskir með starfið í 15 ár.
Eftirtaldir aðilar sendu afmæliskveðjur til Handarinnar 2020:
BSRB
Garðabær
Opið bréf til yfirvalda í velferðarmálum
Eyjólfur Magnússon Scheving, stofnandi Handarinnar, og Garðar Baldvinsson, ritari félagsins, skrifuðu „Opið bréf til yfirvalda í velferðarmálum“ sem birtist í Fréttablaðinu 8. september sl. Þeir benda á að þrátt fyrir kröftugt starf Handarinnar og þjónustu við stóran hóp félagsmanna og skjólstæðinga hafa opinber framlög til félagsins farið sífellt lækkandi frá því það var stofnað 2005 og á þessu ári lækkuðu þau um 50% í viðbót. Það er þess vegna kraftaverki líkast að Höndin geti sinnt því starfi sem hún vinnur, segja þeir. Sjá meira...
Viðtal við stofnanda Handarinnar
Í Morgunblaðinu 3. júní 2017 birtist fróðlegt viðtal við Eyjólf Magnússon Scheving, stofnanda Handarinnar. Þar segir hann ofurlítið af sjálfum sér og þeirri hugmyndafræði sem liggur Höndinni til grundvallar. Jafnframt gagnrýnir hann stjórnvöld fyrir skilningsleysi á starfsemi félagsins og að draga úr styrkjum til þess. Sjá meira...
Heimsóknir
Höndin býður upp á heimsóknir til eldra fólks og þeirra sem eru einmana.
Vinsamlegast hafið samband við Helgu Hallbjörnsdóttur, sími: 695-9104 virka daga.
Gönguhópur
Höndin heldur úti gönguhópi sem mætir á mánudögum kl. 12.30. Hópurinn hittist hjá Grillhúsinu við Bústaðaveg. Gengið er í 45 mínútur.
Göngustjóri er Kjartan Bjarnason, sími 662-4478.
Allir eru velkomnir í ofangreint starf.
Styrktarreikningur
Hægt er að styrkja Höndina með frjálsum framlögum, t.d. með því að leggja inn á reikning félagsins:
Bankaupplýsingar: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Helstu þættir starfsins:
-
Símtöl: Frá skjólstæðingum til Handarinnar og svör við hinum ýmsu fyrirspurnum sem eru undir stjórn Helgu Hallbjörnsdóttur, formanni Handarinnar – ca 2000 svör og svarbeiðnir.
-
Heimsóknir: Til skjólstæðinga – ca 900–1000 á ári og fer sífjölgandi.
-
Ráðgjafaviðtöl: Fara fram að Vesturbergi 114, Rvk, Áskirkju í Rvk og á heimilum skjólstæðinga er eigi treysta sér til að fara að heiman.
-
Skjólstæðingar er Höndin sendir til annarra sérfræðinga til frekari hjálpar, td: lækna, lögfræðinga, presta og fleiri fagaðila.
-
Viðurkenningar – Höndin veitir viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga á jólafundi félagsins er teljast hafa skarað fram úr á sviði mannúðar og mannræktar.
-
Hjálparstarfsemi vegna skjólstæðinga okkar varðandi: Húsnæði, lögréttindi, atvinnumál, mannréttindi – með þeirri vissu að lifa í fullri reisn.
-
Höndin hefur starfað síðan 2005 og starfið aukist jafnt og þétt ár hvert.
Af ýmsum ástæðum geta eða vilja einstaklingar ekki koma á fundi. Höndin hefur komið til móts við þarfir þeirra með einkaheimsóknum, símaþjónustu og tölvupósti, en þessi einstaklingsráðgjöf getur verið margvísleg: fjárhagsráðgjöf, atvinnustuðningur og félagslegur stuðningur.
Þjónustan er ókeypis fyrir skjólstæðinga Handarinnar.
Gildi Handarinnar
byggja á þekkingu, reynslu, styrk og trú á eigin getu.
Nærvera er það mikilvægasta í starfi félagsins.
Hlustun, æðruleysi, fordómaleysi, samúð, hlýja og virðing
er grundvöllurinn í starfi Handarinnar.





Það kemur alltaf fjöldi gesta á jólafundi Handarinnar

Hér má þekkja m.a. Ellert Schram og Helga Seljan eldri

Strætókórinn söng vel valin lög.

Það kemur alltaf fjöldi gesta á jólafundi Handarinnar
Sendu okkur tölvupóst

Fyrirtæki ársins 2012


Fyrirtæki ársins 2009
Fyrirtæki ársins 2011
Fyrirtæki ársins 2010


Fyrirtæki ársins 2014
Fyrirtæki ársins 2013


Starf Handarinnar má styrkja með því að leggja inn á reikninginn:
Banki: 0114 – 26 – 020106
Kennitala: 520106-0570
Við óskum eftir sjálf-boðaliðum í gefandi starf með okkur. Viðkomandi þyrfti að hafa 3-4 klst í mánuði til að aðstoða og veita félagsskap, öldruðum – öryrkjum og einstaklingum sem eru að fást við sorg eða erfiðleika.
Endilega hafið samband.


Fyrirtæki ársins 2015
